23.10.06

Populus Tremula í Eurovision 2007

populus panodil

Ég var að senda félaga Hjálmari slóð á eina mestu phraseringasíðu alnetsins. Slóðin er rússnesk phraseringakennsla af Dating-world punktur net hvar enskumælandi karlmönnum (geri ég ráð fyrir) desperat Xtraordinare eru kenndar línur til að setja í bréf til kvenna þeirra er auglýsa sig á síðunni.

Snilldin er að þetta hljómar allt eins og Fine Young Cannibals / Shania Twain lagatitlar.

Hugmyndin sem kviknaði í framhaldi af þessu er sú að í Eurovision undankeppninni á Íslandi (ef einhver verður) taki Populus sig til og sendi inn flóð 3-5 hljóma laga með textainnihaldi af þessari ágætu síðu. Ég hef nú þegar farið í það að raða saman hljómum og legg ég til að fyrr en síðar verði haldin framhaldsaðalfundur hvar þessi tillaga verður tekin fyrir.

Félagi Gwendr.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

E.s.

slóðin illræmda er http://www.dating-world.net/Russian%20phrases.htm

Nafnlaus sagði...

þetta nú slík bókmenntasnilld að ég er orðlaus. engin spurning um að taka þessa júróvisjón í nefið - brilliant alveg!

en Gwendr sæll, það læðist að manni sá grunur að þegar fullorðnir menn eru farnir að gramsa upp svona hluti á netinu þá eigi þeir nú eitthvað lítið líf... heheheh

Nafnlaus sagði...

(roðn)

en til að rétta hlut fullorðinna þá er þetta efsti linkurinn á google ef þú slærð inn leitarorðunum "russian phrases"

Gwendr (mínus sólókaflar...)