18.4.10

Litla Ljóðahátíðin ; laugardagskvöld

Laugardagskvöldið 17.4. var framhald á Litlu Ljóðahátíðinni í Populus Tremula. Þá lásu upp skáldin, Hermann Stefánsson, Óskar Árni Óskarsson, Bragi Ólafsson og Ingibjörg Haraldsdóttir las ljóð Kristínar Ómarsdóttur, sem forfallaðist.

Takk fyrir. Stórt.

Ljóðafyrirlestrar á Möðruvöllum

Laugardaginn 17.4. var ekið sem leið lá að Menningarsetrinu á Möðruvöllum í Hörgárdal til að hlýða á fyrirlestra Hauks Ingvarssonar og Magnúsar Sigurðssonar um ljóðlist. Þetta var að sjálfsögðu liður í Litlu Ljóðahátíðinni og sem slíkt stórt.

17.4.10

Litla Ljóðahátíðin; föstudagskvöld.

Litla Ljóðahátíðin var sett í annað sinn í Populus Tremula föstudagskvöldið 16. apríl. Ljóðið á sína aðdáendur því fjölmennt var í Populus. Veg og vanda af hátíðinni höfðu þeir Hjálmar Brynjólfsson og Gunnar Már. Þetta fyrsta kvöld komu fram skáldin : Elísabet Jökulsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Sigurður Pálsson og Ingibjörg Haraldsdóttir.                                   Þetta var stórt.