28.4.13

Hvalóður í Populus tremula

Kosningaskjálftadaginn 27.4.2013 opnuðu myndlistamennirnir og hvalskurðarfélagarnir, þeir Gunnar Andrésson og Þórarinn Blöndal þessa líka stórskemmtilegu sýningu í salarkynnum Populus tremula undir yfirskriftinni HVALÓÐUR ( http://poptrem.blogspot.com/2013/04/gunnar-andresson-og-orarinn-blondal.html ). Sýningin var með myndum, ljósmyndum, hljóðmynd og bragðprufum af súru hvalrengi og reyktu hvalkjöti, einn samfelldur óður til hvalavertíðanna og verunnar í Hvalfirði.

Takk strákar.

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

15

16

17

18

19

21

20

14.4.13

Mark Foyl í Populus tremula

Bandaríski ljósmyndarinn Mark Foyl  opnaði á laugardag 13.apríl flotta sýningu í Populus tremula.( Sjá : http://poptrem.blogspot.com/2013/04/mark-fohl-synir-13-14-april.html )

1.4.13

In mute / Í mjúti

Laugardaginn 30.3. opnuðu félagarnir Þorsteinn Gíslason og Kristján Pétur Sigurðsson sýningu í Populus tremula. Verkin á sýningunni höfðu þeir að mestu unnið í sameiningu og bar hún heitið In mute / Í mjúti. Það bar og til tíðinda að á opnuninni var Þagnar-Freyja, verk Kristján Péturs, sem stóð um árabil keik og blá fyrir utan glugga Populus tremula, en lenti síðastliðið vor í Listasafnsgrámanum, afhjúpuð endurnýjuð og upprisin, enda sá árstími.