22.6.09

Þagnar-Freyja við Populus Tremula








Nú er nýhafin sýningin Freyjumyndir.
Populusmaðurinn Kristján Pétur Sigurðsson staðsetti sína Freyju fyrir utan gluggann á Populus Tremula og vonar að hún verði ekki fyrir algjöru ónæði í sumar.
Nánar um Þagnar-Freyju hérna.

21.6.09

Guðrún Pálína í Populus Tremula.













Laugardaginn 20. júní 009 opnaði Guðrún Pálína sýninguna Portrett í Myndlistarsal Populus Tremula. Verkin á sýningunni vann Guðrún Pálína út frá fjórum einstaklingum sem allir eiga sama afmælisdag og rýndi m.a. í stjörnukort þeirra.
Þetta var síðasta myndlistarsýning í Populus Tremula á vorönn.

14.6.09

Arnar Tryggvason sýnir í JVGallerí.















Arnar Tryggvason hinn knái gjaldkeri Populus Tremulasamsteypunnar, opnaði stórgóða sýningu á tölvuunnum landslagsmyndum í Jónas Viðar Gallerí ( á hæðinni fyrir ofan Populus Tremula ) laugardaginn 13. júní 009. Annar Populusmaður Kristján Pétur, sló gígju og brast í söng við opnunina.
Til hamingju með sýninguna Arnar.

13.6.09

Skrokkabandið og Mogadon í Populus Tremula

















Okkar dúó, Hið Aðallega Skrokkaband og hljómsveitin Mogadon með Harald Davíðsson í fararbrjósti, tróðu upp í Populus Tremula með leik og söng föstudagskvöldið 12. júní 009.
Allt fór afbragsvel fram.

1.6.09

ROKKtónleikar 31. maí























Þetta var ROKKhelgi í Populus Tremula. Laugardagskvöldið 31.5.009 voru aftur tónleikar en nú með Sudden Weather Change og Reykjavík, sem fóru saman á fjögurra daga túr um landið og tónleikarnir í Populus Tremula voru fimmtu og síðustu tónleikar túrsins. Tim Holehouse, DeathMetal Supersquad og Buxnaskjónar hituðu upp. Þetta var mikið fjör og nettur hávaði. Skemmtilegt og skrautlegt.
Takk fyrir rokkið piltar.