29.12.06

tuttugastiogníundinn

"Cavemenn og kona spila og syngja einog englar í kveld í Populus Tremula"
( úr kalkúnainnyflaspá Kristianovich Piotr )

24.12.06

Gleðileg jól!

Jæja félagar!
Nú er dasið eftir sextándann orðið of langt og kominn tími á að setja inn nýja færslu. Þannig að:

Sendi Populus Tremula mönnum öllum nær og fjær, fyrrverandi og núverandi, ásamt og spúsum þeirra, niðjum og öðrum ættingjum hugheilar og hjartkærar jólakveðjur. Óska svo allri hersingunni velfarnaðar á komandi árum, og þakka samverustundirnar á því liðna.

17.12.06

á sextándanum

Bróðir Davíðs á tröppum Davíðshúss og félagi formaður A hugsar um kaffi í eldhúsi skáldsins

Samsteypumenn í Kalda og jólasveinar í Freyjulundi

16.12.06

Davy

legg til að í Davíðshúsi fari hver meðlimur samsteypunnar fyrir sig með minnst eitt kvæði eftir kallinn!

asvs

15.12.06

Gátan mikla

hvað þýðir þetta?

Oft mun þerna brúkið breiða
barna og kerna smiða fró
er í sperna gota greiða
gránstóð verna úr höfuð skóg

Málfræðingar hafa lengi deilt um hvernig orð eins og barn, kerra og vera beygist í eignarfalli fleirtölu. Enginn hefur ennþá fært endanleg rök fyrir hinni einu réttu beygingarmynd. Þetta er (rit)listarpistils virði.

11.12.06

örstuttumhvorteftilvillmuniþurfasmáfund

hvað haldið þið félagar um að funda smá á miðviku eða fimmtudagskveld t.d. til að spjalla smá um sextándann og æfa svosem einsog eitt númer til að fíra af í Freyjulundi ?
Chriztján

7.12.06

Hver er 5. jólasveinninn?

Þ.e.a.s. sá sem kemur til byggða 16. desember?
Það skiptir svosum ekki máli.
Hvað sem hann gefur okkur í skóinn, þá verður það hvort eð er ekkert miðað við þann glaðning sem við gefum sjálfum okkur. Ég tel miklar líkur á að Sextándinn verði magnaður í ár.
Nú það er kannske réttast að skjalfesta tillögurnar frá því í gærkvöldi og fá að heyra hvernig miðar að heyra í þeim sem þarf að heyra frá.
S.s. þessar voru tillögurnar ef ég man rétt:

Davíðshús skoðað hátt og lágt og kynnt fyrir Menningarsamsteypunni. Sameiningarkostir athugaðir. Málið er þegar komið í feril.
Fjárfestingarmöguleikar í bjórverksmiðju á Litla-Árskógssandi kannaðir. Hugað að viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf milli verksmiðjunnar og samsteypunnar.
Undirritaðir rammasamningar við Jón og Öllu í Freyjulundi. Viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi framlag til frambúðarframfara.

Að sjálfsögðu ökum við um á fínustu dróssíu um svæðið, sem Papa ætlaði að redda. Að vísu hefur Gwendr boðist til að gerast ökuþór, svo framarlega sem hann hafi til þess kerru. Sé það ákveðið getum við skorið niður í ferðaliðnum og eytt meiru í vín og villtar meyjar.

Hvernig gengur svo að redda öllum þessum herlegheitum?
Kv, Hjálmar

2.12.06

viðskiptahugmynd nr. 2

asvs viðrar hugmynd:

ég er með brilliant viðskiptahugmynd sem þið hjálpið mér að útfæra. útgáfa veglegrar bókar.

innihald bókarinnar yrði dagatal fyrir alla 21. öldina. gæti t.d. flett upp hvort Atli minn verður sjötugur á mánudegi eða þriðjudegi... skilst reyndar að þetta sé allt hægt að nálgast á Netinu en hef ekki skoðað það.

aðalbrellan væri hinsvegar að fylla dagatalið af upplognum staðreyndum um hvað gerðist hinn eða þennan daginn. dæmi:
11. apríl 2014, innrás Færeyinga í Ísland lauk með því að Gísli Marteinn, forsætisráðherra Íslands, tilkynnti algjöra uppgjöf Íslendinga.
eða:
9. júní 2032, Davíð Oddson lést.
eða:
29. nóvember 2009: Arnar Tryggvason fasteignasali keypti Icelandair og fyrirskipaði að reykingar yrðu leyfðar í öllum vélum félagsins. bakhjarl Arnars var Menningarsamsteypan Populus tremula group.

1.12.06

önnur helgi

asvs spyr:

helgina 9. og 10. des. verður hjá mér gestur sem hefur heyrt mikið af sveitinni látið en aldrei heyrt í henni.
verður ekki örugglega æfing um það leyti?

hann lifir!

svo það sé á hreinu.
sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Muhammad_Ali

þar segir m.a.:
He received the Presidential Medal of Freedom at a White House ceremony on November 9, 2005,[2] and the prestigious "Otto Hahn peace medal in Gold" of the United Nations Association of Germany (DGVN) in Berlin for his work with the US civil rights movement and the United Nations (December 17 2005).

hafi kallinn drepist 2002 er þetta hrein andstyggð. auk þess er dánardægurs hvergi getið á Wikipedia. Muhammad Ali lifir!

þess skal getið að fél. asvs ritaði.

29.11.06

hellisbúinn

jæja....
næsta auglýsing frá samsteypunni verður sú um Cavegiggið. því vantar mig „góða“ mynd af goðinu sem hægt er að taka í sv/hv í auglýsingu. þykist vita að í púllíunni séu kallar sem eigi slíkt eða aðgang að.

látið gögnin vaða á adalsteinn.svanur@simnet.is

26.11.06

efnilegur ljósmyndari

félagi asvs spyr:

hef upp á mitt eindæmi boðið hirðljósmyndara Populus tremula, Sigurði Ormi Aðalsteinssyni, að halda ljósmyndasýningu í plássinu á vormánuðum ef hann vill og er tilbúinn. sá tók vel í erindið og er til í slaginn.
væri það ekki helvíti flott að sýna 10 ára gamlan ljósmyndara um svipað leyti og Helga Þorgils Friðjónsson?

gæinn er nefnilega með auga fyrir þessu og með þetta skemmtilega lága sjónarhorn á hlutina (ekki einu sinni mannhæð).
pikkið endilega í mig ef þetta er langt fyrir utan allt velsæmi.

opnun næsta föstudagskvöld

félagi asvs tilkynnir:

klukkan 20:00 föstudaginn 1. des. ætlar Þorsteinn Gíslason að opna myndlistarsýningu í Populus.
treysti því að það skarist ekki við áform félagsins um nýtingu á plássinu...

að lokinni þeirri helgi verða ekki viðburðir í Populus fyrr en með Áramótauppgjörinu. tími ætti því að vera nægur til góðra verka.

á fimmtudag eða svo væri gott ef sjænað væri upp. við feðgar Sigurður Ormur og ég skúruðum hátt og lágt í gærmorgun og værum til í að sleppa um næstu helgi... síðustu myndlistarskúringar ársins.

23.11.06

Contemporary art

Hér eru e-mail orðaskifti okkar Gunnars Frímannssonar í dag.


Sæll mágur.

Skáldið og hagyrðingurinn mágur okkar sendi mér póst í morgun og sagðist vera uppnuminn af lýsingu Gústafs Geirs á listaverki sínu í Öspinni. Ég hélt að hann væri að biðja um kveðskap af því tilefni og sendi honum eftirfarandi bull sem honum finnst að þú þurfir að sjá:

Löngum hafa lyfst í hæð
listaspírur slyngar.
Hitta beint og hreint í æð
hræ og formælingar.

Endurnýting öll er góð
sem ekki listir þvingar:
Hráki, slefa, hor og blóð,
hræ og formælingar.

Bestu kveðjur,

Gunnar Frímannsson



Kæri mágur.

Undir þetta tek ég, það er gaman af nútímanum og margt skemmtilegt og skapandi hef ég séð hjá ungum listaspírum.

Líkamsvessalist er snjöll
og líka happeningar
hráki, slefa, hróp og köll
hræ og formælingar

Þegar fossar piss á fljóð
fagnar listaheimur,
list er það. - Og líka góð
lyktarverk og eimur.

Kær kveðja,

Sigurður Heiðar Jónsson

22.11.06

útsölulok

félagi asvs hraðritar:

hættur við að halda útsölu á málverkum í desember. það heldur enginn útsölu í jólamánuðinum. það er gert í janúar og náttúrulega eina vitið.

spurning um að félagsmenn í menningarsmiðjunni fái forkaupsrétt.

20.11.06

Cavemenn og fleiri fræ

Sælir félagar
Ég er oft að pæla í þessu Cave-prógrammi okkar einsog vonlegt er, þetta gengur bara vel og allt í lagi með það, ég er samt svoldið svona að velta vöngum yfir öllum ballöðunum, ekki ætlum við að svæfa liðið ? Við Gummi vorum að spá í gærkvöld á leið heim frá æfingu að leggja til lagið Thirsty Dog af Let Love In plötunni, þetta er svona rokkabillílegt lag og ekki erfitt tel ég og bakraddasöngvararnir fá að kyrja Sorrí Sorrí oft og mynduglega. Tékkum á því en sleppum í staðinn að æfa Let love in.

Síðan ætla ég að deila með ykkur vísu sem ég lærði fyrir svo löngu að ég bara man ekki hvar. Aðalsteinn Svanur er að verða kominn með Jón Helgason Samlede værker á sína síðu, Panodíl fær nú menningarlegan blæ !

As I was going up the stair
I met a man who wasn´t there
He wasn´t there again today
I wish to god he´d go away.

Þar höfum við það
Chriztján

vikurnar framundan

asvs skrifar:

planið framundan er nokkurn veginn svona (eftir minni):

um næstu helgi, 25. og 26. sýnir Gústav Geir Bollason.

aðra helgi, 2. og 3. des. sýnir Þorsteinn nokkur innsetningu.

9. og 10. des. langar mig til að halda útsölu á því sem er í kompunni á mínum vegum ef það rekst ekki á annað.

16. des. hátíð félagsins

Cave 29. 12.

Lost 30.12.

og væri gaman að fara að huga að meiri bókmenntum, ræddum það aðeins í gær, ég, Papa og Hjálmar.
fer að kúpla mig út úr daglegu amstri, janúar fer að líkindum í mikið stúss kringum flutninga og það vesen allt.

þið leiðréttið mig ef ég er að bulla mikið...

15.11.06

Yfir í eitthvað allt annað

kæru félagar. dettur mér nú í hug fyrripartur til að dreifa huganum.

helvítisandskotanshelvítisdjöfull
helvítisdjöfulsinsandskotans rugl

eru nú hagyrtir beðnir um neðriparta (í staðinn fyrir botna, enda neðripartar fjölhæfara orð í klámfengni.)

já og annað. nú er að styttast í jólaglöggið 16. desember, og ekki laust við að undirritaður sé að verða spenntur. matur á karólínu, óvissuferð, drykkja og poppkviss. ég er hins vegar að pæla í að bjóða mönnum smá rúnt í Davíðshúsi og/eða Sigurhæðum og þræða staðlaðan túristafyrirlestur sem ég hélt sumarið 2005. þeas ef áhugi er fyrir hendi.

ég er líka búinn að grafa upp tvær jólavínilplötur til að spila. þannig að það verður stuð í höllinni.

svo er önnur pæling: vitið þið um einhvern sem kann að búa til jólaglögg? mér finnst við verða að drekka svoleiðis. og svo auðvitað álaborgarákavíti eða júbíleumsákavíti.

djöfull er maður farinn að hlakka til.

9.11.06

16. desember

Ákveðið hefur verið, á aukafundi hjá Populus Tremula samsteypunni sem haldin var á kaffihúsi því sem kent er við Karólínu, að halda jólafögnuð með tilheyrandi kærleik og uppákomum. Leitast verður við að sem flestir meðlimir finni sitt innra barn, og hagi sér í samræmi við það.
Dagskráin verður hin glæsilegast og hvergi til sparað, en hún er þó óráðin enþá. Allar tillögur að hinni glæsilegu dagskrá eru því vel þegnar hér í comment. Það eina sem ákveðið hvefur verið, er að dagskráin hefjist að degi til og endi með glæsilegu jólahlaðborði hjá Einari handan götunnar, sem að þessu sinni mun jafnvel frá greitt fyrir kræsingarnar aldrei þessu vant.
Svo endilega hikið við að koma með hugmyndir ef þær eru slæmar, annars hikið hvergi.

Jólakveður!
pianoskellir 19. jólasveinninn

8.11.06

Heyrst hefur

...að þann 16. desember ætli populus liðar að koma saman á langa æfingu
...að þann 29. desember ætli populus liðar að koma saman með massíft tónaflóð og standa æfingar yfir þessa dagana, þegar þeir eru allir á landinu
...að þann 29. desember komi saman eftir ca 17 ára hlé hljómsveitin LOST, þar sem að hléið er komið á bílprófsaldur er kominn tími á að keyra af stað aftur.

en þetta verður auglýst nánar síðar...

4.11.06

Það var sagt mér...

um daginn að það væru hér í París einhverjar magnaðar rótsterkar sígarettur. Þær fengust víst áður á Íslandi en hafa síðar verið bannaðar.
Nú man ég bara ekki titilinn á þeim. Getur einhver ráðvís aðstoðað mig við að ráða úr þessu?
kv
Félagi Hjálmar

30.10.06

Herra Norðurland


félagi asvs bloggar:

þessir smáfríðu yngispiltar stilltu sér upp með eggjandi hætti fyrir hirðljósmyndara Populus tremula, Sigurð Orm, núna um daginn. fer að verða æsispennandi hver hreppir titilinn Herra Norðurland – og var enginn þeirra með minnstu áhyggjur af því að fara fram úr sjálfum sér í elegans.

Það er ekkert grín að vera hljómborðsleikari

Já það er ekkert grín að vera hljómborðsleikari, og skella sér í harkið með skemmtara og míkrafón. Fékk þetta sent til mín, og varð bara að koma þessu áfram til ykkar... kíkið endilega á þetta, það er þess virði!

http://www.minnsirkus.is/userpage/article_view.aspx?user_id=90&article_id=302634

Kveðja félagi Addi.

28.10.06

embætti til sölu

mAin'tStoned ritar:

staða aðalritara í samsteypunni er föl gegn sanngjörnu gjaldi.

í dag akkúrat eru áform undirritaðs að yfirgefa samsteypuna í holdinu um áramót eða þar nærri.
í borg óttans bíða tækifærin í röðum og ætla að nýta eitt eða tvö þeirra. brenna brýrnar og bækurnar og leggjast á nýjar árar. og stelpan mín er þar.

stefnan er grjóthörð. ekki annað eftir en að pína félaga píanistann til að selja ofan af mér kofann á okurverði á nó tæm. annað klárt.

svo héðan í frá er opnað fyrir tilboð í titil formanns/aðalritara og geri ráð fyrir að lifa náðugu lífi nokkra áratugi fyrir andvirðið.
enda í dreifbýli Íslands ekki flottari titlar í boði um þessar mundir.

27.10.06

Nóvember er innan seilingar...

Jæja.
Þá er þetta helvítis flykki af leiðinlegasta mánuði ársins alveg að verða búið.
Róum, róum!
Þetta er alveg að hafast.

Félagi Hjálmar

23.10.06

Populus Tremula í Eurovision 2007

populus panodil

Ég var að senda félaga Hjálmari slóð á eina mestu phraseringasíðu alnetsins. Slóðin er rússnesk phraseringakennsla af Dating-world punktur net hvar enskumælandi karlmönnum (geri ég ráð fyrir) desperat Xtraordinare eru kenndar línur til að setja í bréf til kvenna þeirra er auglýsa sig á síðunni.

Snilldin er að þetta hljómar allt eins og Fine Young Cannibals / Shania Twain lagatitlar.

Hugmyndin sem kviknaði í framhaldi af þessu er sú að í Eurovision undankeppninni á Íslandi (ef einhver verður) taki Populus sig til og sendi inn flóð 3-5 hljóma laga með textainnihaldi af þessari ágætu síðu. Ég hef nú þegar farið í það að raða saman hljómum og legg ég til að fyrr en síðar verði haldin framhaldsaðalfundur hvar þessi tillaga verður tekin fyrir.

Félagi Gwendr.

Bara smá plögg

Kristján Pétur Sigurðsson (maga)mesti meðlimur Populus Tremula samsteypunnar hefur opnað sýningu á netinu, sem vara mun í eitt ár eða svo. Verkefnið er að Kristján Pétur birtir eina mynd á viku af öspum tveim í bakgarði nágranna hans, einmitt öspunum sem voru myndefni á sýningu Kristjáns Péturs í apríl síðastliðnum : “Populus Trichocarpa í Populus Tremula”. Maðurinn er gjörsamlega með þessi tré á heilanum. Við munum á síðunni http://poptricho.blogspot.com/ fylgjast með þessum myndarlegu Populuspiltum frá því þeir eru núna laufi rúnir þangað til þeir standa aftur berrassaðir að ári. Undirtitill þessarar sýningar er því: FRÁ NEKT TIL NEKTAR.

Og nú er bara að setja upp menningarglottið og fylgjast með. Skildu aspirnar laufgast fyrir jól, kemur líka snjór á eyrinni, er yfirleitt nokkuð vit í þessu ?
Félagi Kristjanovich

22.10.06

böns viðburða

kammerat A krotar:

í gær varð ég vitni að því að félagi Papey Populus setti upp 3 viðburði á nó tæm.

1. trúbadúrkvöld með árna.
2. márísk kvæði af íberíuskaga. þórarinn hjartarson
3. tóti blö og helgi villibergur – nemendavinna

19.10.06

Nicaragua

aðalritari A aðalritar:

aldrei þessu vant sýning um næstu helgi. sjænum plássið upp á fimmtudagskvöld. skal mæta núna.

hef trú á að þetta verði fín sýning og við mætum að sjálfsögðu allir.

svo væri sjálfsprottnum viðburðum í október eða nóvember vel tekið, stefnir annars í dálítið uppihald. sem er svosem ágætt en margar helgar í röð án uppákomu eru hálfhallærislegar eftir þetta klikkaða vetrarstart.

lýst eftir tillögum en einkum þó framkvæmd góðra hugmynda. er sjálfur á bólakafi í vinnu um þessar mundir og ekki til stórræða í skipulagningu og undirbúningi viðburða. sama mun eiga við um fleiri.

15.10.06

Vegna fjölda áskoranna...

Skemmtikveld Félaga Arnars Tryggvasonar.

Fyrst verður jólahugvekja, dansað í kringum jólatré og síðan

are you the one
into my arms
far from me
Under 15 feet of pure white snow
idiot prayer
love letter
henry lee
where the wild roses grow
weeping song
people just ain't no good
do you love me
west country girl
messiah ward
loverman
stagger lee
and he wants you
i let love in

& að endingu mun Arnar flytja brekkusöngva Árna Johnsen í anda gunna tryggva á skemmtara á 3 földum hraða.

Fleiri sem hafa hug á að taka þátt í skemmtun þessari er bent á að trana sér hvað mest fram þeir geta og reyna á volume takka magnara sinna.

Með bestu kveðju

Félagi Gwendr. 14.jólasveinninn

13.10.06

útrasarhugmynd

mAinstoned párar:

datt niður á snilldarhugmynd til útrásar Populussamsteypunnar. og um leið aðferð til að verða lénsherrar og landeigendur.

samsteypan á semsé að róa að því öllum árum að eignast það ágæta sker Papey. við gætum svo kallað hana Papey Populus framvegis.

það er fátt flottara en eiga land núorðið og eyjar eru allra bestar. við gætum svo rekið afvötnunarstöð fyrir fastagesti Karólínu þarna og þénað vel á því að selja hver öðrum tóbak – og haldið hátíð þegar við förum með bjórlíkin í endurvinnslu!

er þetta ekki borðliggjandi? höfum þegar fengið styrk frá einum bankanna sem myndi duga álíka langt og líkin sem við eigum í hitakompunni núna.

10.10.06

aðkoman er utkoma

félagi mAinstoned krotar:

efast um ég láti sjá mig i kvöld. þreyttur, gamall og ljótur umfram venju.
nenni samt ekki að byggja upp mikið samviskubit út í sorphreinsun í kvöld...

8.10.06

Aðkoman var yndisleg

Ég finn svo mikið til mín í skjóli nýja titilsins að ég skrapp niður í poptrem að skoða aðstæður. Dásamlegur ilmur fyllti vit mín. Það er reyndar þess virði því gærkvöldið var svo helvíti skemmtilegt. Nú er bara að láta sig hlakka til áramótauppgjörsins. Og já eigum við ekki bara að þrífa á þriðjudagskvöldið fyrir æfinguna?

Félagi Hjálmar

Aðalfundur 7. október 2006

það er skemmst frá því að segja að aðalfundurinn í gærkveldi var stórkostlegur. Skemmti mér konunglega, fékk fulla útrás fyrir athyglissýkinni, og gat blaðrað eins hátt og ég vildi, gripið frammí fyrir öðrum án þess að vera skammaður fyrir það... sem sagt stórkostlegt kvöld!
Skemmtiatriðin voru til háborinnar fyrirmyndar -þvílík hámennig, 2 tímar að stórkostlegum atriðum sem öll hefðu átt fullt erindi í þáttin á tali með Hemma Gunn.
En þrátt fyrir allt húllumhæið þá voru hefðbundin aðalfundarstörf tekin að fullri alvöru strax að loknum hátíðarkvöldverði sem var fyrstur á dagskrá, og á meistari Eina á Karólínu ynnilegar þakkir og hrós skilið fyrir hann.

Vil að lokum þakka félögum mínum öllum fyrir gott kvöld, og ekki er laust við að manni sé strax farið að hlakka til næsta aðalfundar að ár.

Félagi Addi.

þakka traustið!



frá félaga mAinstone:

takk fyrir gærkvöldið – var hreinlega snilldin ein og verulega ánægður með að hafa ekki beilað eins og ég ætlaði mér að gera. gestur fundarins (sem þið tókuð óboðnum ljúfmannlega og þakka það sérstaklega mínir kæru) heillaðist af ykkur öllum sem einum og er áhyggjufullur yfir því ... heheh. og náttúrulega þann heiður að fá að halda embætti aðalritara, sem er eina starf félagsins sem krefst engrar vinnu.
samanlagt einhver magnaðasta helgi sem ég man eftir í fleiri vikur!

þessi mynd af félaga Gwendi er ágæt heimild um afköst reykvéla félagsins.

en þessi viðskiptahugmynd um að selja inn á aðalfundina og selja dýrt held ég að sé raunhæf pæling! hef enga trú að nokkur annar svona strákaklúbbur setji upp aðra eins dagskrá til að skemmta sjálfum sér. tveggja tíma hevví menningarprógramm með ótvíræðu skemmtanagildi, göldrum og íþróttagreinum!

Venjubundin Aðalfundarstörf



Það var vissulega fjör á aðalfundi PopulusTremulaSamsteypunnar í gærkvöld, menn urðu hvorki sárir né áberandi móðir hlátrasköll tíð og kom fram tillaga um að selja inn á Aðalfundi því skemmtiatriðin væru frábær. Ég félagi KP tók þessar myndir af nokkrum félögum við venjubundin Aðalfundarstörf.

4.10.06

skagagiggið

heyrð á félaga Atla í gær að hann og Gwendr eru með vangaveltur um kvæðakvöld á Skipaskaga sem komið hefur til umræðu. þurfum að skoða það vel, leist vel á við fyrstu sýn.

Annað: mæspeisið, hvað höfðu menn hugsað sér með það dæmi?

3.10.06

skýlaus krafa

svo náttúrulega geri ég skýlausa kröfu um fulla mætingu á bókmenntakvöld á föstudaginn klukkan níu. ætla sko að vera með aukalag tilbúið og það verða einhverjir að klappa smá til að verjandi sé að fara með það... maður æfir nú ekki lag með FIMM gripum án þess að fá að spila það. haaaa?

asvs

netfangalisti

hér er t.d. netfangalisti félagsmanna í stafrófsröð:

aðalsteinn: adalsteinn.svanur@simnet.is
arnar: heima@holtfasteign.is
atli: zappa@simnet.is
gummi: unusverbum@hotmail.com
hjálmar: hjalmarstefan@googlemail.com
kristján: strandkp@simnet.is
siggi: sheidar@simnet.is