24.2.13

Frá Háliðagrasi til Kvennakúgunar

Laugardaginn 23.2.2013 opnaði Gamli Elgur alias Helgi Þórsson skemmtilega sýningu á vatnslitamyndum í salarkynnum Populus tremula. Sýningin bar yfirskriftina Frá Háliðagrasi til Kvennakúgunar ( sjá http://poptrem.blogspot.com/2013/02/gamli-elgur-opnar-syningu-232.html ). Og eins og venjulega er Gamli Elgur ekkert að troða fjölfarnar slóðir. Populus tremula þakkar fyrir sinn hatt.

18.2.13

Aðalfundur Populus Tremula 16.2.2013

Menningarsamsteypan Populus Tremula hélt sinn árlega aðalfund ( að vísu var enginn haldinn í fyrra einhverra hluta vegna ) þann 16.febrúar. Á dagskrá voru skýrslur ritara, formanns og gjaldkera ásamt æsispennandi stjórnarkosningu, sem með hefðbundnum mútum fór alveg eins og áður. Síðan fóru fram önnur hefðbundin aðalfundarstörf: Bjórdrykkja, söngur, skemmtiatriði, gleði og glaumur. Hér eru nokkrar myndir er sýna afar hefðbundin aðalfundarstörf.

1.2.13

Rikke Flensberg í Populus Tremula

Danska listakonan Rikke Flensberg varð fyrst til að sýna í Populus Tremula árið 2013, en hún opnaði þann 26.1. sýningu með ljós- eða vídeóverki sem bar yfirskriftina The Lume. Þetta var sérstætt ferðalag ljóss frá hvítu í gegnum allt litrófið.

Takk Rikke.