26.4.08

H&H í PopTrem 25.4.008. Sukkskinnuútgáfa











Eyfirðingarnir fræknu Helgi og Hljóðfæraleikararnir voru með húllumhæ í Populus Tremula föstudagskvöldið 25.4. 008. Tilefnið var útgáfa Populus Limited Publishing á SUKKSKINNU bók bræðranna Brynjólfssona gítarleikara H&H. Bókin sú hefur að geyma sögur frá 20 ára samstarfi Hljóðfæraleikaranna fræknu.
Það var upplestur, upphitunarband, H&H tónleikar og úr að ofan.
Vill einhver hafa það betra ?

19.4.08

Joris Rademaker með Sjónvit 19-20. apríl












Joris Rademaker opnaði stórgóða sýningu í Populus Tremula 19.4. Á sama tíma var annar hollvinur vor Jón Laxdal að opna einnig afar góða sýningu hjá Jónasi Viðar ( í mjólkurbúðinni ), þetta var góður dagur í vorsólinni í Gilinu.

10.4.08

Svarthvítar hetjur Blæasparinnar










Vegna vinnu við Populus Tremulaverkefni, sem segir frá síðar, hafa myndir af köppum blæasparinnar verið færðar í svarthvítt form. Hér eru þeir Aðalsteinn, Arnar, Atli, Bárður, Guðmundur, Gunnar, Hjálmar, Kristján og Sigurður Papapopulus, sem kallar saman sína menn.
Svona voru þeir.