24.11.13

HogH og fleiri á tónleikum í Populus tremula

Laugardagskvöldið 23.nóvember voru þessir líka fínu tónleikar í Populus tremula. Fyrstur á svið var Þorsteinn Kári einn með gítarinn og var einfaldlega frábær. Þá kom tríóið Mafama og það var stuð og gleði, þeir piltar komu skemmtilega á óvart. Aðalnúmer kvöldins var svo Helgi og Hljóðfæraleikararnir og þeir klikkuðu auðvitað ekki og stemmingin var engu öðru lík. Þúsundir þakka fyrir kvöldið allt.

17.11.13

Ragnar Hólm í Populus

Ragnar Hólm opnaði sína þriðju sýningu á vatnslitamyndum í Populus tremula laugardaginn 16.nóvember. Þetta er mjög falleg sýning og Ragnar vex með hverju ári og hverri sýningu sem málari. Við opnun spiluðu þeir Kristján Edelsein og Pálmi Gunnarsson af fingrum fram á hljóðfæri sín. Kærar þakkir.

11.11.13

Rögnvaldur Bragi

Laugardaginn 9.11.2013 opnaði Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson sína aðra einkamálverkasýningu og auðvitað í Populus tremula. Einsog Rögga er lagið var sýningin litrík og skemmtileg Takk fyrir.