25.1.07

Populus Publishing Ltd.

félagi A tilkynnir:

Á koppin er komið enn eitt dótturfélag Populus tremula samsteypunnar.
Til viðbótar fyrri starfsemi er útgáfufélagið komið í fulla fúnksjón. Fyrsta verkefni er bók sem koma mun út í 100 tölusettum eintökum þann 16. febrúar nk. Kvæði eftir Jón Laxdal Halldórsson.

Auk þess liggur fyrir að vilji er til að halda áfram og stefna að því að undir vorið verði ritin orðin minnst fjörgur talsins.

Undirritaður er sannfærður um að þetta sé spennandi og gott framtak sem mælast muni vel fyrir. og spái því að ritin munu verða eftirsóttir gripir þegar fram líða stundir og halda merkinu á lofti um ókomna tíð.

Svo er bara að halda áfram undirbúningi við stofnun Populus Airways...

21.1.07

Er Presley á lífi og semur um hunda ?

Sá á Populus Tremulavefnum að Dean Farrell ætlar meðal annars að spila verk eftir Elvis Presley, sem fjallar um hunda. Það eru stórkostleg tíðindi . Elvis hefur þá farið að semja eftir að hann fór heim, einsog sagði í Men in black part 1. Meðan Elvis var hér samdi hann ekkert svo vitað sé og alls ekki um hunda, hann er skrifaður meðhöfundur að tveimur lögum Heartbreak Hotel, sem var samið af svo óþekktu fólki, að þau urðu að leifa kónginum að deila höfundarlaunum, og Love me tender, sem er amerískt þjóðlag sem enginn átti höfundarrétt að. Það eru því mikil tíðindi að nú muni - væntanlega frumflutt - í Populus Tremula verk eftir Elvis Presley.
Því miður missi ég af þessu, verð á Sauðárkróki hjá tengdó, en væntanlega munuð þið sem heima sitjið kalla til sjónvörp og heimspressu til að skrásetja svona alheimsviðburð.
Chriztján

19.1.07

Ég er sannur listunnandi...

Ég vil byrja á að bjóða í stærsta verkið sem verður á brunaútsölu Aðalsteins Svans, það stærsta segi ég og skrifa - vil ekki vita hvernig það lítur út, hvort að það hreyfi við mér eða mínum - heldur ætla ég að leggja fram boð í samræður gegn verki þessu og athuga hvort að listkaupi (ég) og listgerandi (M'ain'tSton'd) getum ekki orðið ásáttir um að sá síðarnefndi sé í magni meiri gæði en oft er magn ekki sama og gæði nema að gæði séu í gegn og óháð magni.

Nema að Magni sé

Gwendr (félagi/bróðir)

2.1.07

Tímamótaundirskriftamenn


Á tuttugastaogníundanum var alldeilis fjör og fínlegheit í Populus Tremula, þá komu og undirskriftamenn saman og skrifuðu undir jólakveðjurnar og áramótaheitin.

Heyrumst heilir KP