27.4.14

Mary Zompetti í Populus tremula

Laugardaginn 26.4.2014 opnaði bandaríska listakonan Mary Zompetti mjög góða sýningu í Populus tremula ( http://poptrem.blogspot.com/2014/04/mary-zompetti-synir.html ).
Einsog alltaf þegar við fáum útlendinga í heimsókn sjáum við eitthvað nýtt og ferskt, þess vegna er nú Gestavinnustofan nauðsynleg fyrir Akureyrarmenninguna. En við þökkum fyrir okkur.

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

1819

20.4.14

Thoella heimsækja Populus

Þau Sigríður Ella Frímannsdóttir og Þórarinn Örn Egilsson opnuðu þessa líka fínu ljósmyndasýningu í Populus tremula laugardaginn 19.4. 2014 undir yfirskriftinni Thoella ( sjá : http://poptrem.blogspot.com/2014/04/thoella-ljosmyndasyning-um-paskana.html ). Fjöldi fólks lagði leið sína í Populus þó veðrið væri á báðum áttum, þetta var skemmtilegt og við þökkum fyrir okkur.

14.4.14

Bóleró, Blús, Bræðurnir Forte . . . .

Laugardaginn 12.apríl opnaði Kristján Pétur Sigurðsson sýningu í Populus tremula undir yfirskriftinni Bóleró, Blús, Bræðurnir Forte. . . Við opnun söng Kristján Pétur einnig nokkur lög og kynnti útgáfu á hljómdiski sínum TVÖ LÖG. Þetta var ákaflega gaman allt og skemmtilegt í væntanlegri vorblíðunni.