30.1.12

Þrándur Þórarinsson

Laugardaginn 28.janúar 2012 opnaði Þrándur Þórarinsson stórgóða málverkasýningu í Populus Tremula. Þrándur málar í anda gömlu meistaranna og gerir það listilega. ( sjá : http://poptrem.blogspot.com/2012/01/randur-orarinsson-synir-28-29-jan.html ).

29.1.12

Rokktónleikar í Populus

Föstudagskvöldið 27.janúar voru frábærir rokktónleikar í Populus Tremula. Þrjár hljómsveitir stigu á svið. Hin frábæra hljómsveit Hellvar, sem er að sunnan, reið á vaðið, þvínæst okkar fólk í hinni þéttu Myrká, og að lokum Helgi og Hljóðfæraleikararnir, sem alltaf er jafn skemmtileg sveit og ekki skyggja hinir einlægu aðdáendur hljómsveitarinnar á fjörið. Takk fyrir.

8.1.12

Ívar Hollanders í Populus Tremula 7.1. 2012

Fyrsta sýning í Populus Tremula á því herrans ári 2012 var ansi minimalístísk, en táknræn fyrir nýafstaðið jóla og áramótabruðl.  Það var hinn ungi listamaður Ívar Hollanders sem átti heiðurinn af þessari skemmtilegu innsetningu.