29.5.11

Heather Passmore í Populus Tremula

Kanadíska myndlistakonan Heather Passmore opnaði mjög áhugaverða sýningu í Populus Tremula laugardaginn 28.maí 2011.  Heather sem dvalist hefur í Gestavinnustofu Gilfélagsins byggði sýningu sína á myndum sem hún hefur teiknað á höfnunarbréf og einstaka JÁbréf, sem hún hefur fengið á listferlinum. Thank you Heather.

22.5.11

Hjördís Frímann í Populus

Laugardaginn 21.5.2011 opnaði Hjördís Frímann alldeilis stórskemmtilega sýningu í Populus Tremula undir yfirskriftinni Fortíðarþrá-Endurunnin málverk. Það var einsog að ganga inn í bestu stofuna á miklu menningarheimili.

14.5.11

Haraldur Ingi í Populus

Haraldur Ingi Haraldsson opnaði flotta sýningu í Populus Tremula laugardaginn 14.5.2011. Sýningin bar yfirskriftina CodHead 7 og fjallaði um hugmynd Haraldar um Þorskdóminn / Guðdóminn. Þetta var náttúrlega bráðskemmtilegt og Kristján Pétur brast út í söng og gítarspil.