28.10.12

Teikningar í Populus Tremula

Laugardaginn 27.október 2012 opnaði Stefán Boulter stórgóða sýningu, sem hann nefndi Teikningar, í Populus Tremula. Kannski var ekki um eiginlegar teikningar í þrengsta skilningi orðsins að ræða heldur einþrykk, ætingar, steinþrykk ( með nýrri aðferð, sem listamaðurinn mátti hvað eftir annað útskýra fyrir forvitnum sýningargestum ), en teikningin var þó alltaf í öndvegi.

Takk fyrir.

14.10.12

SPEGILL, SPEGILL, HERM ÞÚ MÉR

Matthildur Ásta opnaði þann 13.október sýningu með yfirskriftinni SPEGILL, SPEGILL, HERM ÞÚ MÉR í Populus Tremula. Sem að líkum lætur var viðfangsefnið speglar með miklum tilvísunum í melablóm og landslag. Þetta eru fagurlega unnir speglar og alltaf góð mynd í þeim. Takk fyrir okkur.

10.10.12

Johan Piribauer í Populus Tremula

Við fengum góða heimsókn í Populus síðastliðið þriðjudagskvöld 9.10.2012. Hinn knái söngvasmiður og söngvari svíinn Johan Piribauer hélt þessa fínu tónleika. Tónleikagestir hefðu átt að vera fleiri, en Johan hélt sínu glimrandi striki.

Tack så mycket.

10