25.8.13

Zoe Chan

Laugardaginn 24.8. fengum við í Populus tremula enn einn góðan erlendan gest til að sýna okkur eitthvað nýtt. Þá opnaði hin geðþekka Zoe Chan frá Ástralíu ( Zoe er þó búsett í New York ) mjög fína sýningu í salarkynnum vorum. Það er mikið lán að fá erlenda gesti svo við sitjum ekki föst í heimóttarskapnum. Takk fyrir.

19.8.13

Gunnar Kr í Populus tremula

Gunnar Kr Jónasson opnaði stórgóða sýningu á verkum unnum úr handgerðum pappír í Populus tremula laugardaginn 17.ágúst. Að venju var gott að fá "Gunnar frá Stíl" í heimsókn og þökkum við Populusmenn fyrir.

12.8.13

Rokk í Populus Tremula

Laugardagskvöldið 10.ágúst var rokkað í Populus tremula í tengslum við ljósmyndasýningu Daníels Starrasonar og Magnúsar Andersen. (sjá. http://poptrem.blogspot.com/2013/08/ljosmyndasyning-og-tonleikar.html ). Því miður missti ljósmyndari Populus Panodilsíðunnar af fyrstu tveimur númerunum en kunni vel að meta hin þrjú seinni. RokkTakk