31.5.09

Rokktónleikar 30.maí


















Akureyrarhljómsveitirnar Völva og Buxnaskjónar héldu tónleika í Populus Tremula 30.5. 009, ásamt Tim Holehouse frá Bretlandi og hinni alíslensku DeathMetal Supersquad. Þetta voru skemmtilegir tónleikar og gestirnir, sem hefðu getað verið fleiri, áttu svikalaust góða kvöldstund.

24.5.09

Ásta Bára sýnir í Populus Tremula










Laugardaginn 23.maí 009 opnaði Ásta Bára Pétursdóttir sýningu á nýjum olíumálverkum í Populus Tremula.

18.5.09

Í réttri hæð í Populus Tremula





























Laugardaginn 16.maí 009 opnuðu Aðalsteinn Svanur, Arnar Tryggvason, Gunnar Kr., Kristán Pétur, Jón Laxdal og Þórarinn Blöndal samsýninguna " Í réttri hæð ". Myndverkin voru hengd upp í aðgengilegri hæð fyrir þau sem eru kanski bara ennþá smá, eða hafa af lífinu lent í stól á hjólum. Það var fjör við opnun í vorblíðunni og fjölmargir tróðu upp, t.d. röppuðu allir sýnendur Goðmund á Glæsivöllum.