28.11.10

Rósa Sigrún í Populus Tremula

Laugardaginn 27.11.2010 opnaði Rósa Sigrún Jónsdóttir mjög skemmtilega sýningu í Populus tremula, hvar leikið var með fíngerðan vefnað, ljós og skugga undir yfirskriftinni “Hvað er að konunni ?”. Við þökkum fyrir okkur.

26.11.10

Hási Kisi í Populus Tremula

Föstdagskvöldið 19.11.2010 fékk Populus Tremula góða heimsókn að austan. Það voru meðlimir ljóðafélagsins Hása Kisa á Héraði ásamt gestum og sérstökum Akureyrargesti frá Hrísey. Fluttu þau ljóð sín af gáska og hæfilegri alvöru svo úr varð mjög notalega kvöldstund.

Takk fyrir

14.11.10

Rögnvaldur gáfaði í Populus Tremula

Laugardaginn 13.11.2010 opnaði Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson alias Rögnvaldur gáfaði sína fyrstu málverkasýningu. Það kyngdi niður snjó og þungfært var um bæinn, en Populuskjallarinn góði var vin í snjóeyðimörkinni. Þetta voru glaðlegar myndir og gaman að vera inni.