28.12.14

TAKK FYRIR KOMUNA

Laugardaginn 27.12.2014 var opnuð síðasta sýningin undir merkjum Populus tremula í kjallaranum góða. Við hættum eftir 10 góð ár og nýtt fólk tekur við með nýja siði og nýtt nafn. Passandi titill þessarar lokasýningar er TAKK FYRIR KOMUNA og er úrval ljósmynda sem teknar hafa verið á þeim yfir 300 viðburðum sem Populus tremula hefur hýst. Myndatökumenn eru Daníel Starrason, Kristján Pétur Sigurðsson, Fróðný Pálmadóttir, Aðalsteinn Svanur Sigfússon og ef til vill fleiri. Populus tremula segir enn og aftur TAKK FYRIR KOMUNA.

6.12.14

Kvánríki í Populus tremula

Stöllurnar Agnes Ársælsdóttir og Vala Hjaltalín opnuðu fína sýningu í Populus tremula föstudagskvöldið 5.desember undir yfirskriftinni Kvánríki. Þær komu víða við og sköpuðu skemmtilega stemmingu í kjallaranum góða.

30.11.14

Bækr Voru

Myndlista- og bókagerðarmaðurinn Eiríkur Arnar Magnússon opnaði laugardaginn 29.11. mjög fallega sýningu í Populus treumula undir yfirskriftinni Bækr Voru.

24.11.14

Tónleikar í Populus tremula

Laugardagskvöldið 22.11. héldu feðgarnir Aðalsteinn Svanur Sigfússon og Sigurður Ormur Aðalsteinsson þessa líka fínu trúbadúratónleika í salarkynnum Populus tremula. Feðgarnir eru hvor öðrum efnilegri og kvöldið skemmtilegt og eftirminnilegt.