26.4.09

Harpa Örvarsdóttir sýnir í Populus Tremula 25.4.














Harpa Övarsdóttir opnaði sallafína sýningu í Populus Tremula kosningarlaugardaginn 25.4. 009, undir yfirskriftinni "Líkami Sálar". Myndirnar eru unnar á gler og eru hugsaðar sem Rauður, fyrsta sería af sjö í "Líkama Sálar" og jafnframt litur fyrstu orkustöðvarinnar af sjö. En Harpa segir um hugmynd sýningarinnar, " við getum líkt okkur við kassa, bara í mismunandi umbúðum. Jafnvel brothætta glerkassa sem hafa að geyma dýrmæta sál og orkustöðvar sem þarf að fara vel með svo hann brotni ekki".

24.4.09

PapaPopulus fær menningarviðurkenningu.











Sumardaginn fyrsta 23.apríl 009 veitti Akureyrarstofa menningarverðlaun af ýmsu tagi í Ketilhúsinu ( starfslaun til listamanna, húsafriðunarverðlaun o.fl ). Papapopulus alias Sigurði Heiðari Jónssyni var við það tækifæri veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarstörf. Hann vildi hafa meðlimi Populus Tremula með sér á sviðinu og húsband Populus spilaði eitt lag.
Til hamingju Papa, þú ert svo sannarlega vel að viðurkenningu kominn.

18.4.09

Miklu meira Rokk en vanalega í Populus Tremula






















Föstudagskvöldið 17.4. 009 var mikið ROKK í Populus Tremula. Fram komu ungmennasveitirnar Iblis, Endrum, Chino og Provoke. Þetta var hressandi hávaði, reykur, sviti og gaman. Við gömlu rokkhundarnir fengum bættan skammt af Déja Vu og glöddumst yfir því ungir menn skuli alltaf taka upp þráðinn.
Takk strákar.
Kristján Pétur

13.4.09

Konni og Kalli á KEA 11.4. 009






Populusmeðlimurinn Konni og félagi hans Kalli, sem eitt sinn voru í hljómsveitinni góðu Tenderfoot spiluðu sín ljúfu lög á Hótel KEA laugardagskvöldið 11.apríl.
Það var góð mæting á góða stund og auðvitað lét Populusmaðurinn Gunni
alias Palli mopp sig ekki vanta.

Birgir Sigurðsson opnar í Populus Tremula 11.4.009
















Laugardag fyrir páska opnaði Birgir Sigurðsson, einn fastagesta í sýningarsal Populus Tremula, sýninguna Rafvirki. Þar tengdi Birgir saman vinnuna sína sem rafvirki og listsköpunina á stórskemmtilegan hátt. Við opnunina frumflutti Birgir dansgjörning sem sýnir að hinar ýmsu vinnuhreyfingar rafvirkjans eru þegar grannt er skoðað Dans.