29.9.13

Simon Rivett

Hinn geðþekki breti Simon Rivett opnaði frábæra sýningu á landslagsmyndum, sem hann hefur teiknað og málað síðustu vikur hér á norðurlandi, í Populus tremula laugardaginn 28.9. Simon hefur dvalist í gestavinnustofunni í gilinu ( þessari sem bæjarstjórnarafglaparnir vilja selja ) og ekið um firði og dali og fest fjöll á pappír. Þetta var gaman takk.

22.9.13

Litla Ljóðahátíðin

Litla Ljóðahátíðin var stór í ár. Laugardaginn 21.9. teygði hún anga sína í Populus tremula. Fastráðinn fréttaritaði síðunnar gat því miður ekki tekið þátt vegna anna við vinnu og harmar það, en ljósmyndarinn knái Daníel Starrason var til staðar og bjargaði deginum.

1.9.13

Guðný Kristmannsdóttir í Populus tremula.

Laugardaginn 31.8. á sjálfri Akureyrarvökunni opnaði listakonan knáa Guðný Kristmannsdóttir svona líka ljómandi fallega og góða málverkasýningu. Það var líf og fjör í Gilinu í haustblíðunni og margmenni lagði leið sína í kjallarann okkar góða. Kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að skoða "Happy horny monsters" og annað flott.