19.12.09

Áfram Basar

Laugardaginn 19.desember var áframhaldið Basar Beate og Helga. Það var norðansvali og fjúk, en hlýtt inni í Populus Tremula. Þeir félagar Þór Sigurðarson og George Hollanders skemmtu með söng og didgeridu-spili, jólalög og þjóðlög leikin með algjörlega nýju sniði.  Það er gaman að þessu.

13.12.09

Guðmundur Ármann & Jólabasar Beate og Helga

Guðmundur Ármann opnaði sýningu á vatnslitamyndum máluðum á árbökkum veiðiáa, í Populus Tremula laugardaginn 12.12. 009. Sama dag var önnur Basarhelgi þeirra Kristneshjóna Beate og Helga og fyrsta helgi í jólatrjáasölu. ( Jólabasar þeirra verður einnig opinn frá 19.-23.des. ) Að vonum var allt skórskemmtilegt, fallegt og fjör.

Þessa sömu helgi var Populusmaðurinn Hjálmar Brynjólfsson með lokahelgi í Boxinu á sýningu sinni “Bráðum, áminning um möguleika gleymskunnar”. Stórfína sýningu um bækur, rithöfunda, prentverk og útgáfur á Eyjafjarðarsvæðinu. Læt nokkrar myndir fljóta hér með.

22.11.09

Aðalsteinn Þórsson sýnir

Kristnesingurinn Aðalsteinn Þórsson, sem þó býr í Hollandi, sýndi teikningar og gaf út bókina Póstkort í Populus Tremula 21.11.009. Þetta var skemmtileg sýning og frumlega hengd upp.