28.10.14

Í túninu heima - Seinni hluti

Birgir Sigurðsson opnaði flotta sýningu í Populus tremula laugardaginn 25.október undir yfirskriftinni Í túninu heima - Seinni hluti. Sama dag voru minningartónleikar um Papa Populus ( Sigurð Heiðar ) í Hofi þannig að allir Populusmenn voru á góðu róli.

12.10.14

Inn í myndina í Populus tremula

Laugardaginn 11.október opnaði Emma Agneta stórfína sýningu sem hún nefndi "Inn í Myndina" í Populus tremula ( sjá http://poptrem.blogspot.com/2014/10/emma-agneta-synir-11-12-oktober.html ). Við þökkum fyrir okkur og óskum Emmu alls hina besta.

5.10.14

Timeline í Populus tremula

Laugardaginn 4.október 2014 opnaði Thora Karlsdóttir stórskemmtilega sýningu í Populus tremula undir yfirskriftinni Timeline ( sjá http://poptrem.blogspot.com/2014/09/thora-karlsdottir-synir-4-5-oktober.html ). Það var hressandi nýbreytni í uppsetningunni og Populus þakkar fyrir sig.