30.3.08

Jón Sigfús Daðason Laxdal 29.3.008








Jón Laxdal kynnti eitt af sínum uppáhaldsskáldum, Sigfús Daðason, í Populus Tremula laugardagskvöldið 29. mars. Þetta var að vonum notaleg kvöldstund, þótt nokkrum gesta hafi fundist vanta brandarana í Bjartsýnisljóð Sigfúsar.

25.3.08

Poul og Robert í PopTrem um páskana 008





Kanadamennirnir góðu Poul Fortin og Robert Malinowski heiðruðu okkur í annað sinn um páskana bæði með flottri innsetningu og bók, sem við gáfum út hjá Populus Limited Publishing.
Sá sem párar þessar línur hafði ætlað sér að koma oft í gilið taka margar myndir og vera gáfaður. Í staðinn varð ég fyrir persónulegu páskahreti og lá heima í heimsku.
Náði þó þessum fjórum myndum við opnunina.
KP

16.3.08

Arnar okkar maður Tryggvason með sýningu 15.3.








Okkar maður píanóleikarinn, grafíski hönnuðurinn, fasteignasalinn og myndlistamaðurinn knái Arnar Tryggvason opnaði stórgóða sýningu í höfuðstöðvum vorum Populus Tremula laugardaginn 15.3.008. Atli spilaði ljúfa tóna á orgvélina og allt andaði kyrrð og friði.

8.3.08

Ljóð Stefáns Harðar Grímssonar í öndvegi 7.3.008








Stefán Hörður Grímsson er ótvírætt einn af höfuðsnillingum íslenskra ljóðasmíða. Kristján Pétur og Jón Laxdal tóku saman dagskrá honum til heiðurs og skemmtilega óvænt tók einn gesturinn sig til og flutti kvæði.

1.3.08

Helgi með sýningu og hljóðfæraleik 29.2.008








Helgi Þórsson Kristnesjarl setti upp sýninguna " Karlmenn eru svín " í Populus Tremula og opnaði með pomp og pragt föstudagskvöldið 29.2.008.