23.2.14

Ólafur Sveinsson - Tímamót

Hinn knái myndlistamaður og þúsund þjala smiður Óafur Sveinsson opnaði stórskemmtilega sýningu á málverkum og lágmyndum í Populus tremula laugardaginn 22.2.2014. Sýninguna nefndi hann Tímamót ( sjá: http://poptrem.blogspot.com/2014/02/olafur-sveinsson-timamot.html ). Þetta var að vonum skemmtilegt og við þökkum fyrir.

16.2.14

Aðalfundur Populus tremula

Aðalfundur Populus tremula menningararsmiðjunnar var haldinn laugardagskvöldið 15.febrúar, og von verður á stórum tíðindum frá samsteypunni með haustinu. Hér eru nokkrar myndir frá hefðbundnum aðalfundarstörfum.

Tónleikar trúbadúra með útúrdúrum

Föstudagskvöldið 14.febrúar 2014 blésu trúbadúrarnir Kristján Pétur Sigurðsson, Aðalsteinn Svanur Sigfússon og Guðmundur Egill Erlendsson til tónleika í Populus tremula. Einnig kom fram hljómsveitin Svæflarnir, sem er dálítið skyld Heflunum og einnig tók sig upp gamall Tom Waitsblús. Þetta var skemmtilegt þarf ekki að fjölyrða um það.