22.3.10

Ragnar Hólm í Populus Tremula

Laugardaginn 20.3. 2010, opnaði Ragnar Hólm sallafína sýningu á vatnslitamyndum í Populus Tremula. Þetta var fyrsta vatnslitamyndasýning listamannsins og tókst vel til

8.3.10

Afmæli

Aðalsteinn Svanur Sigfússon er rétt um það bil að fylla fimm tugi jarðvistar. Upp á það hélt hann með tónleikum sínum á föstudagskvöld og síðan mikilli veislu laugardaginn 6.3. 2010. Fjöldi fólks tróð upp og mikið var lífsblómið vökvað. Stympingar voru engar né pústrar. Ekki sást sút á nokkrum manni. Semsagt gaman.

Til hamingju Aðalsteinn!

 

7.3.10

Aðalsteinn Svanur söngvaskáld

Hinn geðþekki Aðalsteinn Svanur hélt tónleika í Populus Tremula föstudagskveldið  5.3. 2010  og naut liðsinnis stúptengdasonar síns Hjálmars Guðmundssonar. Tónleikarnir voru haldnir vegna yfirvofandi fimmtugsafmælis söngvaskáldsins, sem fór á kostum yfir sína góðu slagara bæði eldri og nýrri.