30.6.13

Debora Alanna í Populus tremula

Föstudagskvöldið 28.6. 2013 opnaði Kanadíska listakonan Debora Alanna, en hún er af Íslenskum ættum, stórskemmtilega sýningu í Populus tremula. Öll verkin vann hún í gestavinnustofunni í gilinu og á Punktinum á meðan á dvöl hennar hér á Akureyri stóð. Einnig sýndi hún vídeó þar sem dóttir hennar spilaði á selló meðal annars undir gamalar upptökur með íslenskum lögum sem amma Deboru, Ingibjörg, söng. Þetta var góð kvöldstund í kjallaranum og við þökkum fyrir okkur.

24.6.13

Alla, Arna og Norðanpiltar

Laugardagskvöldið 22.júní var mikið um dýrðir í Populus tremula og næsta nágrenni. Listakonan knáa Aðalheiður Eysteinsdóttir opnaði sýningar í hverri kompu í gilinu undir samheitinu Réttardagur, enda stórtæk þegar sá gállinn er á henni. Í Populus tremula bar sýningin undirskriftina Fengitími og Arna Valsdóttir bætti í stemminguna með vídeóverki. Þá bar það og til tíðinda þetta kveld að Norðanpiltar komu enn einu sinni naktir fram til heiðurs Öllu, sem átti afmæli er leið fram yfir miðnætti.

Þetta var fjör, takk fyrir.

8.6.13

Tónleikar í Populus tremula

Fimmtudagskvöldið 6.6. 2013 héldu þær stöllurnar Heiða Eiríksdóttir og Berglind Ágústsdóttir mjög skemmtilega tónleika í Populus tremula. Þær sungu og spiluðu hvor með sínu lagi og tagi svo enginn gestanna sá eftir að eyða þessari kvöldstund í kjallaranum

Bestu þakkir.