24.6.13

Alla, Arna og Norðanpiltar

Laugardagskvöldið 22.júní var mikið um dýrðir í Populus tremula og næsta nágrenni. Listakonan knáa Aðalheiður Eysteinsdóttir opnaði sýningar í hverri kompu í gilinu undir samheitinu Réttardagur, enda stórtæk þegar sá gállinn er á henni. Í Populus tremula bar sýningin undirskriftina Fengitími og Arna Valsdóttir bætti í stemminguna með vídeóverki. Þá bar það og til tíðinda þetta kveld að Norðanpiltar komu enn einu sinni naktir fram til heiðurs Öllu, sem átti afmæli er leið fram yfir miðnætti.

Þetta var fjör, takk fyrir.

Engin ummæli: