24.9.12

LLjóðahátíðin 2012

Það er fjögurra ára hefð fyrir ljóðahátíðum í Populus Tremula og nágrenni. En áður var um áraraðir farin ljóðaskógarganga á vegum Populus og þeim öðrum sem málið var skylt. Hafa margir skógar og reitir verið heimsóttir í áranna rás. Nú er ljóðaskógargangan hluti af ljóðahátíðinni. Ljóðahátíðin í ár bar nafnið LLjóðahátíðin og var haldin í Populus Tremula laugardagskvöldið 22.september og í Laugarlandsskógi á Þelamörk sunnudaginn 23.september. Ljóðskáldin báða dagana voru : Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Helgi Þórsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Þórdís Gísladóttir. Takk fyrir.

Kynnir í Populus Tremula var Hjálmar Brynjólfsson, sem hefur skipulagt ljóðahátíðir þessar frá upphafi.

Aðalsteinn Svanur Sigfússon var kynnir í Laugalandsskógi, en hann hefur sýslað um ljóðaskógargöngur frá upphafi.

Eftir upplestur og söng var boðið uppá skógarmannakaffi, kúmenbætt úr grænu gleri fyrir þá sem svo vildu hafa.

2.9.12

Joris Rademaker á Akureyrarvöku

Akureyri á hundraðogfimmtíu ára afmæli. Populus tremula fagnaði með opnun á sýningu Joris Rademaker laugardaginn 1.september. Þetta var að sönnu stórgóð sýning, enda Joris vanur maður og vandvirkur. Það ver mikið húllumhæ utan dyra sem innan, enda Akureyrarvaka og lokahnykkur afmælisveislu, en hér er það Joris og Populus Tremula.