25.12.12

JólaBazar Helga og Beate

Hinn árlegi jólabazar Kristneshjónanna snjöllu Helga Þórssonar og Beate Stormo hófst 15. desember og náði hámarki á Þorláksmessu. Þar mátti kaupa m.a. jólatré beint frá býli, fatnað, kerti, skartgripi, kókhanska, smíðajárnsgripi og fleira. Allt saman unnið milli mjalta á Kristnesbýlinu. Að venju var þetta litríkt gaman.

Sjáumst að ári.

10.12.12

Rokk og Daníel

Á föstudagskvöldið 7.desember 2012 opnaði Daníel Starrason stórgóða sýningu á ljósmyndum sem hann hefur tekið af tónlistarfólki, bæði stúdíótökur og myndir teknar á tónlistarvettvangi. Í tengslum við sýninguna voru rokkaðir tónleikar í Populus þar sem fram komu hljómsveitirnar Nought, Sejlklubben, Brák og Völva. Það var að sönnu hin dægilegasta skemmtan.

Sýning Daníels var svo opin á venjubundnum opnunartíma Populus um helgina.  Takk fyrir.

18.11.12

Ragnar Hólm í Populus Tremula

Ragnar Hólm Ragnarsson opnaði stórgóða sýningu á vatnslitamyndum í Populus Tremula laugardaginn 17.nóvember 2012. Það gékk á með hríðarbyljum utandyra, en gott var að koma í kjallarann góða. Til hamingju Ragnar.