26.2.11

Verund endurvinnsla - FM2H08

Fyrsta og annars árs nemendur Fagurlistadeildar Myndlistaskóla Akureyrar settu upp sýningu með þessarri yfirskrift í Populus tremula og teygðist sýningin alla leið uppá ganginn á hæðinni fyrir ofan oss. Herlegheitin opnuðu föstudaginn 25.febrúar. Allt var endurunnið undir styrkri stjórn Aðalheiðar S Eysteinsdóttur og mátti af sýningunni sjá að nemendur og kennari höfðu skemmt sér vel við verkið.

21.2.11

Hallgrímur Ingólfsson í Populus Tremula

Laugardaginn 19.2.2011 opnaði Hallgrímur Ingólfsson sýningu á nýjum akrílmálverkum í salarkynnum Populus Tremula. Mikið fjölmenni kom á opnunina, enda um skemmtilegar myndir að ræða.

 

9.2.11

Andrea Weber í Populus Tremula

Fransk/þýska listakonan Andrea Weber opnaði innsetninguna Cinderella through the Air í Populus 22.1.2011, sömu helgi var hún með aðra innsetningu í Galleri +. Andrea hefur gist Ísland undanfarna mánuði fyrst á listamiðstöðinni á Skagaströnd og svo á Seyðisfirði, þó ekki verið hér svo lengi að dvölin hafi barið úr henni litagleðina. Hið besta mál.

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12