16.12.08

Hallgrímur Ingólfsson 13.12.008









Arkitektinn knái Hallgrímur Ingólfsson sýndi akrílmálverk í Populus Tremula síðustu helgi.
Það var stöðugur straumur gesta og ekki versnaði stemmingin við að Vala og Ingimar sungu fallega jólin í salinn.

Beate & Helgabúð 13.12.008







Beate og Helgi í Kristnesi héldu áfram að höndla með varning sinn í Populus Tremula helgina 13-14 desember og verða aftur um næstu helgi og dagana fram til jóla.
Fyrir utan sinn heimilisiðnað bættu þau hjónakornin nú heimaræktuðum jólatrám við úrvalið.
Það var skemmtilegt í Populus um helgina Beate og Helgi í búðarleik og Hallgrímur Ingólfsson sýndi málverk í sýningarsalarkynnum vorum. ( sjá sér færslu )

7.12.08

Beate & Helgabúð 6.12.008





Beate og Helgi fjöllista og handverksfólk frá Kristnesi opnuðu jólabúð í Populus Tremula 6.12.
Þau verða í Populuskjallaranum hverja helgi fram að jólum með sitt listahandverk og um næstu helgi munu þau bæta heimaræktuðum jólatrjám við úrvalið.
Nokkrar myndir eru hér, en fleiri verða teknar um næstu helgi.

Emma Agneta . Ég trúi á tré 6.12.008







Emma Agneta Björgvinsdóttir opnaði stórfína sýningu á tréristum undir yfirskriftinni : "Ég trúi á tré" í Populus Tremula 6.12.
Emma er að útskrifast af Listasviði VMA.
Hér eru nokkrar myndir frá opnuninni.

6.12.08

Gréta Kristín og Fósturvísur 5.12.008








Gréta Kristín Ómarsdóttir gaf út sína fyrstu bók - Fósturvísur - hjá Populus Limited Publishing 5. desember og flutti kvæðin með myndarbrag það kvöld í Populus Tremula.
Einnig komu fram Vala Höskulsdóttir og Ómar faðir Grétu.
Gott mál.

1.12.08

Tónfræði Kristjáns Péturs 29.11.008











Populusmaðurinn Kristján Pétur opnaði sýninguna " Tónfræði fyrir Alkomna " í Populus Tremula laugardaginn 29.11. Sama dag gaf Populus Limited Publishing ( eða hvað það nú heitir) út kennslubókina " Tónfræði fyrir byrjendur lengra komna og alkomna ".
Lifandi djúkboxið Haraldur Davíðsson spilaði við opnunina.