23.9.08

Aðalsteinn og Hjálmar. Trúbadúrar 20.9.008







Aðalsteinn Svanur og Hjálmar Guðmundsson héldu trúbadúrtónleika í Populus Tremula 20.9.008. Hjálmar að stíga sin fyrstu skref í sviðsskrekknum en Aðalsteinn orðinn sjóaður. Þetta var gaman. Leynigestur var Konni, sem ásamt Ólöfu Valsdóttur stal senunni með frumsömdu lagi við ljóð Rúdólfs Rósenberg alias Sigurðar Jónssonar.

Hið Aðallega Skrokkaband 19.9.008










Skrokkabandið eða Hið Aðallega Skrokkaband, einsog piltarnir Kristján Pétur og Haraldur Davíðsson kalla sig á tyllidögum, héldu góða tónleika í Populus Tremula 19.7.008. Aðalgestur var Konni enda gamall meðlimur Skrokkabandsins.

6.9.08

Bókmenntir " Undir Áþján " 5.9.










Sólveig Hrafnsdóttir sá um bókmenntadagskrána "Undir áþján" til heiðurs Papapopulus, sem réttnefndur var " faðir ljóðsins " hér um árið. Siggi og Jón Laxdal völdu ljóðin, sem Jón las af alkunnum myndugleika. Einn gestanna ( sjá mynd ) var þó á því að synd væri að Jón hefði lært að lesa eftir að félaga Stalín hafði verið hallmælt í ljóði og Jón kveðið fast að hverju orði.
Húsband Populus Tremula kom svo fram í lokin sem óvænti leynigesturinn og flutti tvö nýæfð lög sem féllu vel að heildarmynd kvöldsins.
Semsagt gott.

3.9.08

Bryndís Kondrup 30. ágúst 2008









Bryndís Kondrup sýndi í fyrsta sinn í Populus Tremula Akureyrarvökudaginn 30.8.
Þetta var stórfín sýning að sjálfsögðu.
Þá er vetrarstarf menningarsamsteypunnar hafið og verður vertíðin með svipuðu sniði og undanfarin ár.
En, ekkert er eins, sagði maðurinn.