19.12.10

Georg Óskar í Populus

Laugardaginn 18.12.2010 opnaði Georg Óskar Manúelsson stórskemmtilega sýningu í Populus Tremula. Fjörlegar teikningar og málverk og pírumpár á striga, sór sig svolítið í ætt við graffíti-list. Hressandi í skammdeginu. -  Sömu helgi var að sjálfsögðu jólabazar Beate og Helga á sama stað. -  Gaman í gilinu.

15.12.10

Beate og Helgabazar

Nú er desember, mánuður Bazars Beate og Helga frá Kristnesi í Populus Tremula. Allar helgar í mánuðinum og síðustu dagana fyrir jól eru þau ásamt fleirum með sinn fína varning til sölu og sýnis. Sannarlega upplyfting í skammdeginu. Laugardaginn 11.12.2010 voru þau heillahjónin með tískusýningu á sinni flottu hönnun og saumaskap, það var og fyrsti í jólatrjásölu og bara gaman að vera á Populussvæðinu.

28.11.10

Rósa Sigrún í Populus Tremula

Laugardaginn 27.11.2010 opnaði Rósa Sigrún Jónsdóttir mjög skemmtilega sýningu í Populus tremula, hvar leikið var með fíngerðan vefnað, ljós og skugga undir yfirskriftinni “Hvað er að konunni ?”. Við þökkum fyrir okkur.

26.11.10

Hási Kisi í Populus Tremula

Föstdagskvöldið 19.11.2010 fékk Populus Tremula góða heimsókn að austan. Það voru meðlimir ljóðafélagsins Hása Kisa á Héraði ásamt gestum og sérstökum Akureyrargesti frá Hrísey. Fluttu þau ljóð sín af gáska og hæfilegri alvöru svo úr varð mjög notalega kvöldstund.

Takk fyrir