30.10.06

Herra Norðurland


félagi asvs bloggar:

þessir smáfríðu yngispiltar stilltu sér upp með eggjandi hætti fyrir hirðljósmyndara Populus tremula, Sigurð Orm, núna um daginn. fer að verða æsispennandi hver hreppir titilinn Herra Norðurland – og var enginn þeirra með minnstu áhyggjur af því að fara fram úr sjálfum sér í elegans.

Það er ekkert grín að vera hljómborðsleikari

Já það er ekkert grín að vera hljómborðsleikari, og skella sér í harkið með skemmtara og míkrafón. Fékk þetta sent til mín, og varð bara að koma þessu áfram til ykkar... kíkið endilega á þetta, það er þess virði!

http://www.minnsirkus.is/userpage/article_view.aspx?user_id=90&article_id=302634

Kveðja félagi Addi.

28.10.06

embætti til sölu

mAin'tStoned ritar:

staða aðalritara í samsteypunni er föl gegn sanngjörnu gjaldi.

í dag akkúrat eru áform undirritaðs að yfirgefa samsteypuna í holdinu um áramót eða þar nærri.
í borg óttans bíða tækifærin í röðum og ætla að nýta eitt eða tvö þeirra. brenna brýrnar og bækurnar og leggjast á nýjar árar. og stelpan mín er þar.

stefnan er grjóthörð. ekki annað eftir en að pína félaga píanistann til að selja ofan af mér kofann á okurverði á nó tæm. annað klárt.

svo héðan í frá er opnað fyrir tilboð í titil formanns/aðalritara og geri ráð fyrir að lifa náðugu lífi nokkra áratugi fyrir andvirðið.
enda í dreifbýli Íslands ekki flottari titlar í boði um þessar mundir.

27.10.06

Nóvember er innan seilingar...

Jæja.
Þá er þetta helvítis flykki af leiðinlegasta mánuði ársins alveg að verða búið.
Róum, róum!
Þetta er alveg að hafast.

Félagi Hjálmar

23.10.06

Populus Tremula í Eurovision 2007

populus panodil

Ég var að senda félaga Hjálmari slóð á eina mestu phraseringasíðu alnetsins. Slóðin er rússnesk phraseringakennsla af Dating-world punktur net hvar enskumælandi karlmönnum (geri ég ráð fyrir) desperat Xtraordinare eru kenndar línur til að setja í bréf til kvenna þeirra er auglýsa sig á síðunni.

Snilldin er að þetta hljómar allt eins og Fine Young Cannibals / Shania Twain lagatitlar.

Hugmyndin sem kviknaði í framhaldi af þessu er sú að í Eurovision undankeppninni á Íslandi (ef einhver verður) taki Populus sig til og sendi inn flóð 3-5 hljóma laga með textainnihaldi af þessari ágætu síðu. Ég hef nú þegar farið í það að raða saman hljómum og legg ég til að fyrr en síðar verði haldin framhaldsaðalfundur hvar þessi tillaga verður tekin fyrir.

Félagi Gwendr.

Bara smá plögg

Kristján Pétur Sigurðsson (maga)mesti meðlimur Populus Tremula samsteypunnar hefur opnað sýningu á netinu, sem vara mun í eitt ár eða svo. Verkefnið er að Kristján Pétur birtir eina mynd á viku af öspum tveim í bakgarði nágranna hans, einmitt öspunum sem voru myndefni á sýningu Kristjáns Péturs í apríl síðastliðnum : “Populus Trichocarpa í Populus Tremula”. Maðurinn er gjörsamlega með þessi tré á heilanum. Við munum á síðunni http://poptricho.blogspot.com/ fylgjast með þessum myndarlegu Populuspiltum frá því þeir eru núna laufi rúnir þangað til þeir standa aftur berrassaðir að ári. Undirtitill þessarar sýningar er því: FRÁ NEKT TIL NEKTAR.

Og nú er bara að setja upp menningarglottið og fylgjast með. Skildu aspirnar laufgast fyrir jól, kemur líka snjór á eyrinni, er yfirleitt nokkuð vit í þessu ?
Félagi Kristjanovich

22.10.06

böns viðburða

kammerat A krotar:

í gær varð ég vitni að því að félagi Papey Populus setti upp 3 viðburði á nó tæm.

1. trúbadúrkvöld með árna.
2. márísk kvæði af íberíuskaga. þórarinn hjartarson
3. tóti blö og helgi villibergur – nemendavinna

19.10.06

Nicaragua

aðalritari A aðalritar:

aldrei þessu vant sýning um næstu helgi. sjænum plássið upp á fimmtudagskvöld. skal mæta núna.

hef trú á að þetta verði fín sýning og við mætum að sjálfsögðu allir.

svo væri sjálfsprottnum viðburðum í október eða nóvember vel tekið, stefnir annars í dálítið uppihald. sem er svosem ágætt en margar helgar í röð án uppákomu eru hálfhallærislegar eftir þetta klikkaða vetrarstart.

lýst eftir tillögum en einkum þó framkvæmd góðra hugmynda. er sjálfur á bólakafi í vinnu um þessar mundir og ekki til stórræða í skipulagningu og undirbúningi viðburða. sama mun eiga við um fleiri.

15.10.06

Vegna fjölda áskoranna...

Skemmtikveld Félaga Arnars Tryggvasonar.

Fyrst verður jólahugvekja, dansað í kringum jólatré og síðan

are you the one
into my arms
far from me
Under 15 feet of pure white snow
idiot prayer
love letter
henry lee
where the wild roses grow
weeping song
people just ain't no good
do you love me
west country girl
messiah ward
loverman
stagger lee
and he wants you
i let love in

& að endingu mun Arnar flytja brekkusöngva Árna Johnsen í anda gunna tryggva á skemmtara á 3 földum hraða.

Fleiri sem hafa hug á að taka þátt í skemmtun þessari er bent á að trana sér hvað mest fram þeir geta og reyna á volume takka magnara sinna.

Með bestu kveðju

Félagi Gwendr. 14.jólasveinninn

13.10.06

útrasarhugmynd

mAinstoned párar:

datt niður á snilldarhugmynd til útrásar Populussamsteypunnar. og um leið aðferð til að verða lénsherrar og landeigendur.

samsteypan á semsé að róa að því öllum árum að eignast það ágæta sker Papey. við gætum svo kallað hana Papey Populus framvegis.

það er fátt flottara en eiga land núorðið og eyjar eru allra bestar. við gætum svo rekið afvötnunarstöð fyrir fastagesti Karólínu þarna og þénað vel á því að selja hver öðrum tóbak – og haldið hátíð þegar við förum með bjórlíkin í endurvinnslu!

er þetta ekki borðliggjandi? höfum þegar fengið styrk frá einum bankanna sem myndi duga álíka langt og líkin sem við eigum í hitakompunni núna.

10.10.06

aðkoman er utkoma

félagi mAinstoned krotar:

efast um ég láti sjá mig i kvöld. þreyttur, gamall og ljótur umfram venju.
nenni samt ekki að byggja upp mikið samviskubit út í sorphreinsun í kvöld...

8.10.06

Aðkoman var yndisleg

Ég finn svo mikið til mín í skjóli nýja titilsins að ég skrapp niður í poptrem að skoða aðstæður. Dásamlegur ilmur fyllti vit mín. Það er reyndar þess virði því gærkvöldið var svo helvíti skemmtilegt. Nú er bara að láta sig hlakka til áramótauppgjörsins. Og já eigum við ekki bara að þrífa á þriðjudagskvöldið fyrir æfinguna?

Félagi Hjálmar

Aðalfundur 7. október 2006

það er skemmst frá því að segja að aðalfundurinn í gærkveldi var stórkostlegur. Skemmti mér konunglega, fékk fulla útrás fyrir athyglissýkinni, og gat blaðrað eins hátt og ég vildi, gripið frammí fyrir öðrum án þess að vera skammaður fyrir það... sem sagt stórkostlegt kvöld!
Skemmtiatriðin voru til háborinnar fyrirmyndar -þvílík hámennig, 2 tímar að stórkostlegum atriðum sem öll hefðu átt fullt erindi í þáttin á tali með Hemma Gunn.
En þrátt fyrir allt húllumhæið þá voru hefðbundin aðalfundarstörf tekin að fullri alvöru strax að loknum hátíðarkvöldverði sem var fyrstur á dagskrá, og á meistari Eina á Karólínu ynnilegar þakkir og hrós skilið fyrir hann.

Vil að lokum þakka félögum mínum öllum fyrir gott kvöld, og ekki er laust við að manni sé strax farið að hlakka til næsta aðalfundar að ár.

Félagi Addi.

þakka traustið!



frá félaga mAinstone:

takk fyrir gærkvöldið – var hreinlega snilldin ein og verulega ánægður með að hafa ekki beilað eins og ég ætlaði mér að gera. gestur fundarins (sem þið tókuð óboðnum ljúfmannlega og þakka það sérstaklega mínir kæru) heillaðist af ykkur öllum sem einum og er áhyggjufullur yfir því ... heheh. og náttúrulega þann heiður að fá að halda embætti aðalritara, sem er eina starf félagsins sem krefst engrar vinnu.
samanlagt einhver magnaðasta helgi sem ég man eftir í fleiri vikur!

þessi mynd af félaga Gwendi er ágæt heimild um afköst reykvéla félagsins.

en þessi viðskiptahugmynd um að selja inn á aðalfundina og selja dýrt held ég að sé raunhæf pæling! hef enga trú að nokkur annar svona strákaklúbbur setji upp aðra eins dagskrá til að skemmta sjálfum sér. tveggja tíma hevví menningarprógramm með ótvíræðu skemmtanagildi, göldrum og íþróttagreinum!

Venjubundin Aðalfundarstörf



Það var vissulega fjör á aðalfundi PopulusTremulaSamsteypunnar í gærkvöld, menn urðu hvorki sárir né áberandi móðir hlátrasköll tíð og kom fram tillaga um að selja inn á Aðalfundi því skemmtiatriðin væru frábær. Ég félagi KP tók þessar myndir af nokkrum félögum við venjubundin Aðalfundarstörf.

4.10.06

skagagiggið

heyrð á félaga Atla í gær að hann og Gwendr eru með vangaveltur um kvæðakvöld á Skipaskaga sem komið hefur til umræðu. þurfum að skoða það vel, leist vel á við fyrstu sýn.

Annað: mæspeisið, hvað höfðu menn hugsað sér með það dæmi?

3.10.06

skýlaus krafa

svo náttúrulega geri ég skýlausa kröfu um fulla mætingu á bókmenntakvöld á föstudaginn klukkan níu. ætla sko að vera með aukalag tilbúið og það verða einhverjir að klappa smá til að verjandi sé að fara með það... maður æfir nú ekki lag með FIMM gripum án þess að fá að spila það. haaaa?

asvs

netfangalisti

hér er t.d. netfangalisti félagsmanna í stafrófsröð:

aðalsteinn: adalsteinn.svanur@simnet.is
arnar: heima@holtfasteign.is
atli: zappa@simnet.is
gummi: unusverbum@hotmail.com
hjálmar: hjalmarstefan@googlemail.com
kristján: strandkp@simnet.is
siggi: sheidar@simnet.is