29.11.06

hellisbúinn

jæja....
næsta auglýsing frá samsteypunni verður sú um Cavegiggið. því vantar mig „góða“ mynd af goðinu sem hægt er að taka í sv/hv í auglýsingu. þykist vita að í púllíunni séu kallar sem eigi slíkt eða aðgang að.

látið gögnin vaða á adalsteinn.svanur@simnet.is

26.11.06

efnilegur ljósmyndari

félagi asvs spyr:

hef upp á mitt eindæmi boðið hirðljósmyndara Populus tremula, Sigurði Ormi Aðalsteinssyni, að halda ljósmyndasýningu í plássinu á vormánuðum ef hann vill og er tilbúinn. sá tók vel í erindið og er til í slaginn.
væri það ekki helvíti flott að sýna 10 ára gamlan ljósmyndara um svipað leyti og Helga Þorgils Friðjónsson?

gæinn er nefnilega með auga fyrir þessu og með þetta skemmtilega lága sjónarhorn á hlutina (ekki einu sinni mannhæð).
pikkið endilega í mig ef þetta er langt fyrir utan allt velsæmi.

opnun næsta föstudagskvöld

félagi asvs tilkynnir:

klukkan 20:00 föstudaginn 1. des. ætlar Þorsteinn Gíslason að opna myndlistarsýningu í Populus.
treysti því að það skarist ekki við áform félagsins um nýtingu á plássinu...

að lokinni þeirri helgi verða ekki viðburðir í Populus fyrr en með Áramótauppgjörinu. tími ætti því að vera nægur til góðra verka.

á fimmtudag eða svo væri gott ef sjænað væri upp. við feðgar Sigurður Ormur og ég skúruðum hátt og lágt í gærmorgun og værum til í að sleppa um næstu helgi... síðustu myndlistarskúringar ársins.

23.11.06

Contemporary art

Hér eru e-mail orðaskifti okkar Gunnars Frímannssonar í dag.


Sæll mágur.

Skáldið og hagyrðingurinn mágur okkar sendi mér póst í morgun og sagðist vera uppnuminn af lýsingu Gústafs Geirs á listaverki sínu í Öspinni. Ég hélt að hann væri að biðja um kveðskap af því tilefni og sendi honum eftirfarandi bull sem honum finnst að þú þurfir að sjá:

Löngum hafa lyfst í hæð
listaspírur slyngar.
Hitta beint og hreint í æð
hræ og formælingar.

Endurnýting öll er góð
sem ekki listir þvingar:
Hráki, slefa, hor og blóð,
hræ og formælingar.

Bestu kveðjur,

Gunnar Frímannsson



Kæri mágur.

Undir þetta tek ég, það er gaman af nútímanum og margt skemmtilegt og skapandi hef ég séð hjá ungum listaspírum.

Líkamsvessalist er snjöll
og líka happeningar
hráki, slefa, hróp og köll
hræ og formælingar

Þegar fossar piss á fljóð
fagnar listaheimur,
list er það. - Og líka góð
lyktarverk og eimur.

Kær kveðja,

Sigurður Heiðar Jónsson

22.11.06

útsölulok

félagi asvs hraðritar:

hættur við að halda útsölu á málverkum í desember. það heldur enginn útsölu í jólamánuðinum. það er gert í janúar og náttúrulega eina vitið.

spurning um að félagsmenn í menningarsmiðjunni fái forkaupsrétt.

20.11.06

Cavemenn og fleiri fræ

Sælir félagar
Ég er oft að pæla í þessu Cave-prógrammi okkar einsog vonlegt er, þetta gengur bara vel og allt í lagi með það, ég er samt svoldið svona að velta vöngum yfir öllum ballöðunum, ekki ætlum við að svæfa liðið ? Við Gummi vorum að spá í gærkvöld á leið heim frá æfingu að leggja til lagið Thirsty Dog af Let Love In plötunni, þetta er svona rokkabillílegt lag og ekki erfitt tel ég og bakraddasöngvararnir fá að kyrja Sorrí Sorrí oft og mynduglega. Tékkum á því en sleppum í staðinn að æfa Let love in.

Síðan ætla ég að deila með ykkur vísu sem ég lærði fyrir svo löngu að ég bara man ekki hvar. Aðalsteinn Svanur er að verða kominn með Jón Helgason Samlede værker á sína síðu, Panodíl fær nú menningarlegan blæ !

As I was going up the stair
I met a man who wasn´t there
He wasn´t there again today
I wish to god he´d go away.

Þar höfum við það
Chriztján

vikurnar framundan

asvs skrifar:

planið framundan er nokkurn veginn svona (eftir minni):

um næstu helgi, 25. og 26. sýnir Gústav Geir Bollason.

aðra helgi, 2. og 3. des. sýnir Þorsteinn nokkur innsetningu.

9. og 10. des. langar mig til að halda útsölu á því sem er í kompunni á mínum vegum ef það rekst ekki á annað.

16. des. hátíð félagsins

Cave 29. 12.

Lost 30.12.

og væri gaman að fara að huga að meiri bókmenntum, ræddum það aðeins í gær, ég, Papa og Hjálmar.
fer að kúpla mig út úr daglegu amstri, janúar fer að líkindum í mikið stúss kringum flutninga og það vesen allt.

þið leiðréttið mig ef ég er að bulla mikið...

15.11.06

Yfir í eitthvað allt annað

kæru félagar. dettur mér nú í hug fyrripartur til að dreifa huganum.

helvítisandskotanshelvítisdjöfull
helvítisdjöfulsinsandskotans rugl

eru nú hagyrtir beðnir um neðriparta (í staðinn fyrir botna, enda neðripartar fjölhæfara orð í klámfengni.)

já og annað. nú er að styttast í jólaglöggið 16. desember, og ekki laust við að undirritaður sé að verða spenntur. matur á karólínu, óvissuferð, drykkja og poppkviss. ég er hins vegar að pæla í að bjóða mönnum smá rúnt í Davíðshúsi og/eða Sigurhæðum og þræða staðlaðan túristafyrirlestur sem ég hélt sumarið 2005. þeas ef áhugi er fyrir hendi.

ég er líka búinn að grafa upp tvær jólavínilplötur til að spila. þannig að það verður stuð í höllinni.

svo er önnur pæling: vitið þið um einhvern sem kann að búa til jólaglögg? mér finnst við verða að drekka svoleiðis. og svo auðvitað álaborgarákavíti eða júbíleumsákavíti.

djöfull er maður farinn að hlakka til.

9.11.06

16. desember

Ákveðið hefur verið, á aukafundi hjá Populus Tremula samsteypunni sem haldin var á kaffihúsi því sem kent er við Karólínu, að halda jólafögnuð með tilheyrandi kærleik og uppákomum. Leitast verður við að sem flestir meðlimir finni sitt innra barn, og hagi sér í samræmi við það.
Dagskráin verður hin glæsilegast og hvergi til sparað, en hún er þó óráðin enþá. Allar tillögur að hinni glæsilegu dagskrá eru því vel þegnar hér í comment. Það eina sem ákveðið hvefur verið, er að dagskráin hefjist að degi til og endi með glæsilegu jólahlaðborði hjá Einari handan götunnar, sem að þessu sinni mun jafnvel frá greitt fyrir kræsingarnar aldrei þessu vant.
Svo endilega hikið við að koma með hugmyndir ef þær eru slæmar, annars hikið hvergi.

Jólakveður!
pianoskellir 19. jólasveinninn

8.11.06

Heyrst hefur

...að þann 16. desember ætli populus liðar að koma saman á langa æfingu
...að þann 29. desember ætli populus liðar að koma saman með massíft tónaflóð og standa æfingar yfir þessa dagana, þegar þeir eru allir á landinu
...að þann 29. desember komi saman eftir ca 17 ára hlé hljómsveitin LOST, þar sem að hléið er komið á bílprófsaldur er kominn tími á að keyra af stað aftur.

en þetta verður auglýst nánar síðar...

4.11.06

Það var sagt mér...

um daginn að það væru hér í París einhverjar magnaðar rótsterkar sígarettur. Þær fengust víst áður á Íslandi en hafa síðar verið bannaðar.
Nú man ég bara ekki titilinn á þeim. Getur einhver ráðvís aðstoðað mig við að ráða úr þessu?
kv
Félagi Hjálmar