23.11.06

Contemporary art

Hér eru e-mail orðaskifti okkar Gunnars Frímannssonar í dag.


Sæll mágur.

Skáldið og hagyrðingurinn mágur okkar sendi mér póst í morgun og sagðist vera uppnuminn af lýsingu Gústafs Geirs á listaverki sínu í Öspinni. Ég hélt að hann væri að biðja um kveðskap af því tilefni og sendi honum eftirfarandi bull sem honum finnst að þú þurfir að sjá:

Löngum hafa lyfst í hæð
listaspírur slyngar.
Hitta beint og hreint í æð
hræ og formælingar.

Endurnýting öll er góð
sem ekki listir þvingar:
Hráki, slefa, hor og blóð,
hræ og formælingar.

Bestu kveðjur,

Gunnar Frímannsson



Kæri mágur.

Undir þetta tek ég, það er gaman af nútímanum og margt skemmtilegt og skapandi hef ég séð hjá ungum listaspírum.

Líkamsvessalist er snjöll
og líka happeningar
hráki, slefa, hróp og köll
hræ og formælingar

Þegar fossar piss á fljóð
fagnar listaheimur,
list er það. - Og líka góð
lyktarverk og eimur.

Kær kveðja,

Sigurður Heiðar Jónsson

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

lyktar þessi kveðskapur af fordæmingu og hroka? yfirlæti og andnauð? kæmi mér á óvart frá papa en kallinn er nú lasinn.

annrs listavel gerða vísur – votta það.

og að lokum: hehehe

Nafnlaus sagði...

það kallast fordómar þegar menn setja fram skoðun á einhverju sem þeir hafa ekki séð, lesið eða heyrt, jafnvel þó það séu góðlátlegar grínvísur.
Ég er ekki viss um að nótugæjarnir yrðu hressir með gagnrýni jafnvel í visuformi frá gagnrýnanda sem aldrei hefði hlustað á nótugæja td.

Klassískt ískur kætir engan hvílíkt og annað
eins. Hlusta enda aldrei á það
andlaust bæði gelt og staðnað.

Nafnlaus sagði...

já. annars erum við hagyrðingar yfirleitt mest í því að hnoða saman bitlausu háði um eitthvað sem við þekkjum ekki rassgat.

papa fer þarna nær sanninum, því allt er þetta list og hananú.

Nafnlaus sagði...

hvað ætti maður svosem að gera með hnoðinu en að segja eitthvað sem maður þekkir ekki rassgat, tilgangurinn með því er samt að sýna að maður geti hnoðað á sama tíma og maður vélritar, ég hef ekkert á móti nótugæjunum, enda hlustaði ég á vorblót Stravinskís í mörg ár mér til heilsubótar og sinfóníuskáld og óperunáungar rata iðulega á fóninn hjá mér hins vegar finnst mér ég aldrei koma því nógsamlega að, að tónlist verður aldrei góð bara fyrir það að hún er skifuð niður á nótnablað, enn hef ég reyndar ekkert heyrt frá nótugæja sem jafnast á við Tom Waits, nema vera skyldi sum lögin hans Jóhanns Sebastían Bach, samt er Wolfgang Sebastian Beethoven einn af mín betri kunningjum.

Nafnlaus sagði...

Félagar, auðvitað lyktar þessi kveðskapur af fordæmingu og hroka. Það er einmitt fordæmig og hroki sem er yrkisefnið, en ekki listin sjálf.
Gunnar presenterar sínar vísur sem bull og Sigurður tekur undir og bullar. Varla getur þetta talist tilefni til alvarlegrar umræðu um list!
Ég vona að grautrím og leirhnoð fari ekki að verða talið þungvægt innlegg í alvarlegar umræður. Þetta er aðeins leikur að orðum, ég hélt að hann væri saklaus.
shj

Nafnlaus sagði...

?