26.11.06

opnun næsta föstudagskvöld

félagi asvs tilkynnir:

klukkan 20:00 föstudaginn 1. des. ætlar Þorsteinn Gíslason að opna myndlistarsýningu í Populus.
treysti því að það skarist ekki við áform félagsins um nýtingu á plássinu...

að lokinni þeirri helgi verða ekki viðburðir í Populus fyrr en með Áramótauppgjörinu. tími ætti því að vera nægur til góðra verka.

á fimmtudag eða svo væri gott ef sjænað væri upp. við feðgar Sigurður Ormur og ég skúruðum hátt og lágt í gærmorgun og værum til í að sleppa um næstu helgi... síðustu myndlistarskúringar ársins.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Félagi Aðalsteinn, þið feðgar eruð auðvitað vel að fríi komnir. Ég mun mæta á fimmtudagskvöld, og treysti því að ræstingastjóri okkar grípi til valds síns og deili út verkefnum af bróðurlegri sanngirni og tryggi að salarkynni okkar verði til sóma.

Hinsvegar veit ég ekki hvernig í fjáranum við eigum að koma því til leiðar að loftræstingin komist í lag. Kannski verðum við að kjósa okkur frískloftsstjóra.