Laugardaginn 27.júlí 2013 opnaði franska Kanadíska listakonan Carol Bernier ( hún tók það mjög skýrt fram að hún væri frá Quebec ) stórfallega sýningu á olíumyndum máluðum á pappír í fjögurra vikna dvöl hennar í Gestavinnustofu Listagilsins. Þessi sýning var með fallegri málverkasýningum í gilinu í áraraðir, en því miður nutu færri en Carol hefði átt skilið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli