Menningarsamsteypan Populus Tremula hélt sinn árlega aðalfund ( að vísu var enginn haldinn í fyrra einhverra hluta vegna ) þann 16.febrúar. Á dagskrá voru skýrslur ritara, formanns og gjaldkera ásamt æsispennandi stjórnarkosningu, sem með hefðbundnum mútum fór alveg eins og áður. Síðan fóru fram önnur hefðbundin aðalfundarstörf: Bjórdrykkja, söngur, skemmtiatriði, gleði og glaumur.
Hér eru nokkrar myndir er sýna afar hefðbundin aðalfundarstörf.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli