17.4.10

Litla Ljóðahátíðin; föstudagskvöld.

Litla Ljóðahátíðin var sett í annað sinn í Populus Tremula föstudagskvöldið 16. apríl. Ljóðið á sína aðdáendur því fjölmennt var í Populus. Veg og vanda af hátíðinni höfðu þeir Hjálmar Brynjólfsson og Gunnar Már. Þetta fyrsta kvöld komu fram skáldin : Elísabet Jökulsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Sigurður Pálsson og Ingibjörg Haraldsdóttir.                                   Þetta var stórt.

 

Engin ummæli: