Í Populus Tremula undir gamla Karólínuskiltinu söng Aðalsteinn Svanur sín ljúfustu lög í D, við eigin kvæði og föður síns, og í því tilefni gaf Populus Limited Publishing út bókina SÖNGVAR. Aðalsteinn var, einsog í allri hógværð venjan er hjá Populusmönnum, frábær og söng er kvæðin úr bókinni góðu voru á enda tvö uppklappslög við ljóð hins góðkunna og geðþekka Rúdólfs Rósenberg.
Það var opið hús í Populus Tremula í dag. Reyndar var mikið um að vera í Gilinu opnanir uppi og niðri og hinum megin, en í Populus vorum við að selja bækur dreypa á hvítvíni og gera klárt fyrir okkar mann Aðalstein Svan, sem stígur á söngvaskáldsstokk í kvöld með tónleika og bók.