Myndlista- og bókagerðarmaðurinn Eiríkur Arnar Magnússon opnaði laugardaginn 29.11. mjög fallega sýningu í Populus treumula undir yfirskriftinni Bækr Voru.
Laugardagskvöldið 22.11. héldu feðgarnir Aðalsteinn Svanur Sigfússon og Sigurður Ormur Aðalsteinsson þessa líka fínu trúbadúratónleika í salarkynnum Populus tremula. Feðgarnir eru hvor öðrum efnilegri og kvöldið skemmtilegt og eftirminnilegt.
Laugardaginn 22.11. frumsýndu félagarnir Þorsteinn Gíslason og Kristján Pétur Sigurðsson margra miðla sýningu sína "Wood you see Wood you listen" við góðar undirtektir í Populus tremula og sást þá í fyrsta sinn til hinnar sexfættu skepnu "Skógarkjaga" sem baulaði mökunarkall sitt og óð skógarreyk. Sýningin var unnin fyrir tilstilli styrks frá menningarráði Eyþings og kunna listamennirnir ráði því bestu þakkir.