Laugardaginn 27.september opnaði Guðrún Benedikta Elíasdóttir stórgóða málverkasýningu í Populus tremula. Sýninguna nefndi hún Innri öfl - Ytri öfl ( sjá http://poptrem.blogspot.com/2014/09/gurun-benedikta-synir-27-28-sept.html ). Populus tremula þakkar fyrir þessa fallegu hausthelgi.
Laugardaginn 20.september opnaði Rolf Hannén mjög fallega ljósmyndasýningu í Populus tremula undir yfirskriftinni "Listaverk náttúrunnar". Einsog nafnið gefur til kynna voru þetta myndir úr íslenskri náttúru og Rolf beinir linsunni jafnt að hinu stórbrotna sem hinu smáa og fíngerða.