Laugardaginn 26.7.2014 opnaði danska listakonan Anne Straarup mjög góða sýningu í Populus tremula undir yfirskriftinni Ferðin til Akureyrar. Við opnunina bryddaði Anne upp á þeirri nýbreytni, sem er þó til eftirbreytni, að segja svolítið frá tilurð myndanna og merkingu. Við Populusgestir þökkum fyrir okkur.
Laugardagskvöldið 19.júlí flutti Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir okkur yndæla ljóðleika. Hún las eigin ljóð og spilaði á selló og söng sín lög og einnig eftir Jacques Brel. Þetta var gaman.