Hinn knái myndlistamaður og þúsund þjala smiður Óafur Sveinsson opnaði stórskemmtilega sýningu á málverkum og lágmyndum í Populus tremula laugardaginn 22.2.2014. Sýninguna nefndi hann Tímamót ( sjá: http://poptrem.blogspot.com/2014/02/olafur-sveinsson-timamot.html ). Þetta var að vonum skemmtilegt og við þökkum fyrir.
Aðalfundur Populus tremula menningararsmiðjunnar var haldinn laugardagskvöldið 15.febrúar, og von verður á stórum tíðindum frá samsteypunni með haustinu.
Hér eru nokkrar myndir frá hefðbundnum aðalfundarstörfum.
Föstudagskvöldið 14.febrúar 2014 blésu trúbadúrarnir Kristján Pétur Sigurðsson, Aðalsteinn Svanur Sigfússon og Guðmundur Egill Erlendsson til tónleika í Populus tremula. Einnig kom fram hljómsveitin Svæflarnir, sem er dálítið skyld Heflunum og einnig tók sig upp gamall Tom Waitsblús. Þetta var skemmtilegt þarf ekki að fjölyrða um það.