Kristján Pétur Sigurðsson (maga)mesti meðlimur Populus Tremula samsteypunnar hefur opnað sýningu á netinu, sem vara mun í eitt ár eða svo. Verkefnið er að Kristján Pétur birtir eina mynd á viku af öspum tveim í bakgarði nágranna hans, einmitt öspunum sem voru myndefni á sýningu Kristjáns Péturs í apríl síðastliðnum : “Populus Trichocarpa í Populus Tremula”. Maðurinn er gjörsamlega með þessi tré á heilanum. Við munum á síðunni http://poptricho.blogspot.com/ fylgjast með þessum myndarlegu Populuspiltum frá því þeir eru núna laufi rúnir þangað til þeir standa aftur berrassaðir að ári. Undirtitill þessarar sýningar er því: FRÁ NEKT TIL NEKTAR.
Og nú er bara að setja upp menningarglottið og fylgjast með. Skildu aspirnar laufgast fyrir jól, kemur líka snjór á eyrinni, er yfirleitt nokkuð vit í þessu ?
Félagi Kristjanovich
23.10.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
nekt til nektar - hálf kalt mat - volgt mat mitt er að þetta sé frábært framtak þó svo að hálf pornógrafískt sé.
til lukku með menningarinnslagið
Félagi Gwendr.
Skrifa ummæli