30.8.09

Miðnæturtónleikar á Akureyrarvöku 29.8.

Populus Tremula opnaði fyrir gestum og gangandi kl 23;30 Akureyrarvökukveldið 29.8.2009. Á miðnætti stundvíslega hófust tónleikar.
Fyrstur á svið var þjóðverjinn CT, síðan Populusfélagarnir Kristján Pétur og Arnar við slaghörpuna, þá Konni Sickbird, með Arnarsstoð, Guðrúnar Akureyrarvökustýru og Gunna á trommunum. Því næst kom röðin að Guðmundi Agli og Kristjáni Pétri, og tónleikunum lokuðu Gunnar og Kristján.
Gott og gaman.


















23.8.09

Maj Hasager sýnir í Populus tremula 22.-23.8.2009

Danska listakonan Maj Hasager opnaði vetrarvertíðina í Populus Tremula með stórfínni sýningu á ljósmyndum og hugleiðingum frá Palestínu og smámyndum sem hún gerði meðan hún dvaldi í gestavinnustofu Gilfélagsins.

Tak Maj