30.6.14

RÓT 2014 í Populus tremula og næsta nágrenni

Laugardaginn 28. júní 2014 setti listafólkið, sem kallaði sig RÓT 2014 og unnið hafði síðustu viku í gilinu að stórskemmtilegri listsköpun, á stofn fríríkið ABSÚRDÍU með tímabundnar höfuðstöðvar í Populus tremula.Á flötinni fyrir utan mátti sjá afrakstur vikunnar og síðan varð ABSÚRDÍA. Þar sem tíðindamaður Populus Panodil gat ekki staldrað lengi við sá hann ekki endanlegu myndina en þetta var hressilegt.

22.6.14

Lightly Acquainted

Laugardaginn 21.6. - lengsti sólargangur ársins í rigningunni - opnuðu sjö textíllistakonur sýningu í Populus tremula undir nafninu Lightly Acquainted, nafnið vísar líkast til að þær hittust fyrst á textílsetrinu á Blönduósi og ákváðu að vinna saman sýningu ( sjá: http://poptrem.blogspot.com/2014/06/fjoljoleg-textilsyning-21-og-22-juni.html ). Þetta var mjög skemmtileg sýning hjá þessum líflegu konum og þökkum við fallega fyrir okkur.

14.6.14

Christa Spencer í Populus tremula

Þýska listakonan Christa Spencer opnaði mjög fallega sýningu í Populus tremula laugardaginn 14.júní. Christa dvelur í gestavinnustofunni í Gilinu og vann sýningu sína, þessar líka fínu litríku náttúrustemmingar, sem hún kallar Paperwork hér á Akureyri, meðal annars í Lystigarðinum. Kærar þakkir.