1.6.14

Myndra og Kristján Pétur

Föstudagskvöldið 30.maí voru góðir tónleikar í Populus tremula. Kristján Pétur hóf leikinn með nokkrum númerum, en aðalgestir kvöldins voru þeir í íslensk-kanadísku hljómsveitinni Myndra. Þeir fóru á kostum með fjölbreyilegu lagavali allt frá afar innhverfum og fínlegum tónsmíðum yfir í sprúðlandi fjörug götumúsíkantalög. Þeir voru mjög svo skemmtilegir og þótt fleiri tónleikagestir hefðu vissulega komist að en vildu var þetta afar eftirminnileg kvöldstund.

Engin ummæli: