3.10.06

skýlaus krafa

svo náttúrulega geri ég skýlausa kröfu um fulla mætingu á bókmenntakvöld á föstudaginn klukkan níu. ætla sko að vera með aukalag tilbúið og það verða einhverjir að klappa smá til að verjandi sé að fara með það... maður æfir nú ekki lag með FIMM gripum án þess að fá að spila það. haaaa?

asvs

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Áuðvitað mætum við og klöppum fyrir félaga Aðalsteini, þó nú væri.
Það verður að teljast djarft að hefja frægðarferilinn með svo mörgum gripum, það er eins og að reyna að býta með fullan kjaftinn.
Auðvitað bið ég og vona ég að þetta fari ekki allt til helvítis hjá honum, en verð að játa að þessi fífldirfska gengur alveg fram af mér.
En nú langar mig að óska okkur öllum til hamingju með þennan nýja vettvang fyrir röfl. Nú getur maður lagst í skítkast og dónaskap, jafnvel gert sig að fífli, án nokkurrar annarar áhættu en að þurfa að fara huldu höfði í nokkra daga þar til öldurnar lægir.
Af því að það er svo stutt til helgarinnar, þori ég ekki að taka nokkra áhættu af dónaskap núna, lýsi því í heldur yfir (til öryggis) að ég elska ykkur alla.

Nafnlaus sagði...

Meistari (félagi) Mainstone, ég vil leggja inn ósk um blues (bláma) í D. Bara fyrir mig og félaga Attila.

Annars er ég að vona að ég verði ekki bundinn í vinnu elsku vinur, en máski er of frekt að ætlast til kvöldfrís bæði kveld helgarinnar...

Ég máski gerist svo frekur að fá encore ef maður getur ekki mætt?

Nafnlaus sagði...

gwendi get ég nokkurn veginn lofað að það verður alla vega tekið lag í D. eða tvö. og umtalsvert þunglyndi í kvæðunum alla vega. reyndar á þetta við um prógrammið allt...

fífldirfska er það jú. eða eins og einhver sagði: þegar kóngurinn bendir á tunglið horfir fíflið á fingurinn.

var að frétt að það væri fundur á fimmtudagskvöld. mæti alla vega þar hvað sem verður síðar.

Nafnlaus sagði...

Vel svarað félagi meinstón.

Nafnlaus sagði...

Ég mæti pottþétt, hef hlakkað mikið til þessa kvölds, það var tími til kominn að kallinn léti vaða á það.
Þú átt eftir að MEIKA það mainstone, ert meira að segja með klárt sviðsnafn fyrir erlenda markaðinn. Plötusamningar við erlend stórútgáfufyrirtæki er handan við hornið.