það er skemmst frá því að segja að aðalfundurinn í gærkveldi var stórkostlegur. Skemmti mér konunglega, fékk fulla útrás fyrir athyglissýkinni, og gat blaðrað eins hátt og ég vildi, gripið frammí fyrir öðrum án þess að vera skammaður fyrir það... sem sagt stórkostlegt kvöld!
Skemmtiatriðin voru til háborinnar fyrirmyndar -þvílík hámennig, 2 tímar að stórkostlegum atriðum sem öll hefðu átt fullt erindi í þáttin á tali með Hemma Gunn.
En þrátt fyrir allt húllumhæið þá voru hefðbundin aðalfundarstörf tekin að fullri alvöru strax að loknum hátíðarkvöldverði sem var fyrstur á dagskrá, og á meistari Eina á Karólínu ynnilegar þakkir og hrós skilið fyrir hann.
Vil að lokum þakka félögum mínum öllum fyrir gott kvöld, og ekki er laust við að manni sé strax farið að hlakka til næsta aðalfundar að ár.
Félagi Addi.
8.10.06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég tek undir hvert orð, félagi Addi, nema það að þú hafir óáreittur getqð gripið famí, fundarstjóro bent okkur frændum einmitt á að það væri ósiður. Þú tókst líklega ekki eftir því. Annars varst þú ættinni til mikils sóma og staðfestir jafnframt þann grun minn að þú eigir að halda þína eigin kvöldskemmtun í Populus við gott tækifæri. Ég held að þú munir ekki komast hjá því.
Skrifa ummæli